HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Greiðsla úr Vísindasjóði KVH

Greiðsla úr Vísindasjóði KVH fyrir almanaksárið 2018 hefur tafist vegna bilunar í kerfi. Verið er að vinna að lausn í málinu og stefnt er að því að greiða úr sjóðnum þann 15. febrúar n.k.

Þeir sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH eru félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningum KVH og Sambands ísl. sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Rarik. Aðild að Vísindasjóði KVH er valkvæð fyrir almenna vinnumarkaðinn og þeir félagsmenn sem samið hafa í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um framlög í Vísindasjóðinn, eiga hér einnig hlut að máli.

Orlofssjóður BHM

Til félagsmanna KVH í OBHM:

Tímasetningu á því hvenær opnar fyrir ný leigutímabil orlofshúsa hefur verið breytt. Áður opnaði alltaf fyrir ný leigutímabil kl. 09:00 en breyttur tími er nú 12:00. Þetta hefst strax þegar opnar næst eða þann 15. febrúar

Upplýsingar um opnanir fyrir árið 2019 má finna hér.

KVH vill minna á að Orlofssjóður BHM er á facebook, þangað eru settar auglýsingar um sumarhús sem losna með stuttum fyrirvara. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista á Bókunarvef sjóðsins.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur