HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Námskeið: Forðumst kulnun og eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsferil

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 2. apríl um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og ,,blómstra” í starfi. Námskeiðið fer fram í Ásbrú, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 milli kl. 9:00 og 12:30. Leiðbeinandi er Ragnheiður Aradóttir.

  • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
  • Tími: 2.apríl kl. 09:00 – 12:30

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“. Skráning hér.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
  • Leiðir til að forðast kulnun
  • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
  • Hvað er átt við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni?
  • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
  • Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
  • Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
  • Leiðir til að ná árangri í starfi

Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM um leiðir til að forðast kulnun og „blómstra“ í starfi

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 19. mars um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og „blómstra“ í starfi. Námskeiðið fer fram í Ási, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6, milli kl. 9:00 og 12:30.

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram hér. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ragnheiður Aradóttir. Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
  • Leiðir til að forðast kulnun
  • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
  • Hvað átt er við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni
  • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
  • Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
  • Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
  • Leiðir til að ná árangri í starfi

Greiðsla úr Vísindasjóði KVH

Þeir félagsmenn KVH sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH fengu greiddan út styrk vegna ársins 2018, þann 15. febrúar 2019. Samkvæmt reglum sjóðsins er greitt út í febrúar á ári hverju. Ekki tókst að greiða öllum sem aðild eiga að sjóðnum í fyrstu umferð, þar sem bankaupplýsingar vantaði frá nokkrum félagsmönnum. Þeir fá póst með ósk um að senda KVH þær upplýsingar.

Þeir sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH eru félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningum KVH og Sambands ísl. sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Rarik. Aðild að Vísindasjóði KVH er valkvæð fyrir almenna vinnumarkaðinn og þeir félagsmenn sem samið hafa í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um framlög í Vísindasjóðinn, eiga hér einnig hlut að máli.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur