Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs og Styrktarsjóðs
Stjórnir Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM breyttu á dögunum úthlutunarreglum sjóðanna til að laga rekstur þeirra að breyttum aðstæðum.
Helstu breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM tóku gildi frá og með 29. mars 2019 og eru eftirfarandi:
- Styrkur vegna tannviðgerða er nú 20% af kostnaði umfram kr. 120.000. Hámarksstyrkur er kr. 200.000 á 12 mánaða tímabili.
- Styrkur vegna kaupa á gleraugum eða augasteinaaðgerðum er nú að hámarki kr. 20.000 á 36 mánaða tímabili.
- Fæðingarstyrkur er nú kr. 200.000.
- Sjúkradagpeningar eru nú greiddir að hámarki í 8 mánuði.
Helstu breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs tóku gildi frá og með 1. apríl 2019 og eru eftirfarandi:
- Sjúkradagpeningar eru nú 70% af grunni iðgjaldagreiðslna sjóðfélaga.
- Styrkir vegna kaupa á gleraugum og laser- eða augasteinaaðgerða falla niður.
- Styrkir vegna tannviðgerða falla niður.
Frekari upplýsingar má finna í úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM og úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM.
Aðalfundur KVH
Aðalfundur KVH var haldinn þann 21. mars s.l., eftirfarandi skipa nýja stjórn KVH:
- Ársæll Baldursson, formaður
- Ragnheiður Ragnarsdóttir, ritari
- Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
- Stefán Þór Björnsson, meðstjórnandi
- Sæmundur Árni Hermannsson, meðstjórnandi
Varastjórn skipa:
- Birgir Guðjónsson
- Björn Bjarnason
- Tjörvi Guðjónsson
Námskeið um lífeyrismál við starfslok
Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 4. apríl næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 2. hæð. Skráning hér
Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.
Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðinu skipt upp eftir því.
B deild – LsRb kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30
Aðalfundur KVH
Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 4. hæð.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningar félagsins
- Skýrslur og tillögur nefnda
- Tillögur félagsstjórnar
- Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
- Önnur mál
Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa þrjá aðalmenn til stjórnarsetu í 2 ár, þ.e. formann, gjaldkera og meðstjórnanda. Einnig þarf að kjósa meðstjórnanda til eins árs þar sem meðstjórnandi, sem kjörinn var í stjórn 2017, fór úr stjórn í ágúst 2018. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta:
- Til formanns: Ársæll Baldursson (sjálfkjörinn)
- Til gjaldkera: Helga Sigurðardóttir og Sæmundur Árni Hermannsson. Kosning.
- Til meðstjórnanda (til 2. ára): Stefán Björnsson og Helgi Þór Jónasson. Kosning.
- Til meðstjórnanda (til 1. árs): Sæmundur Árni Hermannsson.
- Til varastjórnar: Birgir Guðjónsson; Björn Bjarnason; Hjálmar Kjartansson og Tjörvi Guðjónsson. Kosning.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur