HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Staða kjarasamningsviðræðna

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur hafið kjarasamningsviðræður við nokkra viðsemjendur á undanförnum vikum.

Félagið hefur fundað nokkrum sinnum með SNR (samninganefnd ríkisins) en næsti fundur er á dagskrá í dag.

Einnig hafa nokkrir fundir verið haldnir með Reykjavíkurborg en næsti fundur er eftir helgi.

Enn sem komið er hefur félagið ekki átt fund með SNS (Samninganefnd sveitarfélaga).

 

Frekari fréttir af stöðunni verða birtar hér á heimasíðunni í framhaldinu.

Nýr verkefnastjóri KVH

Steinar Lúðvíksson hefur hafið störf sem verkefnastjóri KVH.

Hann er fæddur árið 1983 og er með BSc gráður í viðskiptafræði og landfræði ásamt kennsluréttindum í grunn- og framhaldsskóla. Steinar hefur starfað annars vegar fyrir Starfsþróunarsetur háskólamanna og hinsvegar fyrir Bandalag háskólamanna frá árinu 2016.

Kynningar- og fræðslufundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga LSR

 Árlega eru haldnir kynningar- og fræðslufundir fyrir virka sjóðfélaga í A- og B-deild LSR í húsnæði LSR að Engjateigi 11.

Tilgangur fundanna er að fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

Fundir á árinu 2019 eru eftirfarandi:

  1. maí fyrir sjóðfélaga sem greiða í B-deild LSR.
  2. maí fyrir sjóðfélaga sem greiða í A-deild LSR.
  3. maí fyrir sjóðfélaga sem greiða í A-deild LSR.

Boðið er upp á tvær tímasetningar; kl. 8:30 – 10:00 og kl. 16:30 – 18:00.

Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá sig á fundinn með því að hringja í síma 510 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.

Sjá einnig hér: https://www.lsr.is/um-lsr/kynningarefni/

Breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs og Styrktarsjóðs

Stjórnir Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM breyttu á dögunum úthlutunarreglum sjóðanna til að laga rekstur þeirra að breyttum aðstæðum.

Helstu breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM tóku gildi frá og með 29. mars 2019 og eru eftirfarandi:

  • Styrkur vegna tannviðgerða er nú 20% af kostnaði umfram kr. 120.000. Hámarksstyrkur er kr. 200.000 á 12 mánaða tímabili.
  • Styrkur vegna kaupa á gleraugum eða augasteinaaðgerðum er nú að hámarki kr. 20.000 á 36 mánaða tímabili.
  • Fæðingarstyrkur er nú kr. 200.000.
  • Sjúkradagpeningar eru nú greiddir að hámarki í 8 mánuði.

Helstu breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs tóku gildi frá og með 1. apríl 2019 og eru eftirfarandi:

  • Sjúkradagpeningar eru nú 70% af grunni iðgjaldagreiðslna sjóðfélaga.
  • Styrkir vegna kaupa á gleraugum og laser- eða augasteinaaðgerða falla niður.
  • Styrkir vegna tannviðgerða falla niður.

Frekari upplýsingar má finna í úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM og úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur