HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Frestun kjaraviðræðna við Reykjavíkurborg fram yfir verslunarmannahelgi

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) hefur gert samkomulag um að fresta kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Ný viðræðuáætlun hefur verið gerð þar sem kveðið er á um sérstaka innágreiðslu vegna tafa sem orðið hafa á kjaraviðræðum. Innágreiðslan kemur til útborgunar 1. ágúst nk. og er hluti af kostnaðarmati væntanlegra kjarasamninga.

Frestun kjaraviðræðna við SNR og SNS fram yfir verslunarmannahelgi

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) hefur gert samkomulag um að fresta kjaraviðræðum við Samninganefnd ríkisins (SNR) annars vegar og Samband íslenskra sveitarfélaga hins vegar. Nýjar viðræðuáætlanir hafa verið gerðar þar sem kveðið er á um sérstaka innágreiðslu vegna tafa sem orðið hafa á kjaraviðræðum. Innágreiðslan kemur til útborgunar 1. ágúst nk. og er hluti af kostnaðarmati væntanlegra kjarasamninga.

Hlé á kjaraviðræðum

Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur farið þess á leit við aðildarfélög BHM að gert verði hlé á kjaraviðræðum yfir hásumarið. Gera má ráð fyrir að viðræðuáætlanir félaganna verði endurskoðaðar í ljósi þessa og viðræðum frestað fram yfir verslunarmannahelgi. Samningar hafa verið lausir í rétt tæplega þrjá mánuði, kjaraviðræður gengið hægt og samningar ekki í sjónmáli. Setja þarf verulegan kraft í vinnuna og viðræðurnar eigi samningar við ríkið að nást í haust. SNR hefur í þessu samhengi boðið 105.000 kr. eingreiðslu sem kæmi til útborgunar 1. ágúst nk. Greiðslan er hluti af kostnaðarmati væntanlegra kjarasamninga en með henni eru þó ekki lagðar línur um launahækkanir í samningunum.

Aðildarfélög BHM sem eiga í kjaraviðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) hyggjast einnig endurskoða viðræðuáætlanir við SNS vegna hlés á viðræðum þessara aðila.

Staða kjarasamningsviðræðna

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur átt í kjarasamningsviðræðum við nokkra viðsemjendur á undanförnum vikum.

Félagið hefur átt níu fundi með SNR (Samninganefnd ríkisins) og er næsti fundur áætlaður í lok vikunnar.

Félagið hefur einnig átt þrjá fundi með Reykjavíkurborg og einn fund með SNS (Samninganefnd sveitarfélaga) en ekki eru komnar dagsetningar á næstu fundi með þeim.

 

Frekari fréttir af stöðunni verða birtar hér á heimasíðunni í framhaldinu

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur