Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Nýr stofnanasamningur við Verkmenntaskólann á Akureyri
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Verkmenntaskólann á Akureyri. Samninginn má finna hér.
Krafa í heimabanka ekki frá KVH
Fjöldi fyrirspurna hefur borist að undanförnu til KVH vegna kröfu FVH í heimabanka félagsmanna. Mikilvægt er að benda á að umrædd krafa er EKKI á vegum KVH heldur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), sem er sjálfstætt fagfélag og KVH alveg óviðkomandi.
Félagsmenn KVH greiða sitt stéttarfélagsgjald mánaðarlega eins og sjá má á frádrætti á launaseðlum, en félagsgjaldið er 0,6% af heildarlaunum og með því lægsta sem tíðkast.
Átt þú orlofshús sem þú vilt leigja?
Orlofssjóður BHM
ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM ÞÚ VILT LEIGJA?
Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2020. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6 til 8 manns í gistingu.
Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is
Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð.
Staða kjarasamningsviðræðna
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur hafið viðræður á ný við SNR (Samninganefnd ríkisins) og Reykjavíkurborg eftir sumarhlé.
Félagið hefur átt þrjá fundi með SNR og er næsti fundur áætlaður í lok vikunnar. Félagið hefur einnig átt tvo fundi með Reykjavíkurborg.
Frekari fréttir af stöðunni verða birtar hér á heimasíðunni í framhaldinu
- Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur