Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Samkomulag um breytingu á kjarasamning KVH og OR samþykkt
Samkomulag um breytingu á kjarasamning milli Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Orkuveitu Reykjavíkur náðist þriðjudaginn 24. mars 2020.
Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á Mínum síðum BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.
Gildistími samningsins er 1. apríl 2019 til 31. október 2022.
Ábendingar um brot á starfsmönnum í lægra starfshlutfalli
Dæmi eru um að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna en krefjist vinnuframlags umfram hið nýja hlutfall. Ábendingar um þetta hafa borist BHM og BSRB, sem og aðildarfélögum bandalaganna.
Þetta gengur þvert gegn lagabreytingum sem Alþingi gerði nýverið til að auðvelda atvinnurekendum að halda starfsfólki og koma í veg fyrir uppsagnir vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa af völdum COVID-19 heimsfaraldursins.
Atvinnurekendur geta nú lækkað starfshlutfall allt niður í 25 prósent og getur starfsfólkið fengið hlutfallslegar atvinnuleysisbætur á móti. Óheimilt er að krefjast vinnuframlags frá starfsfólki umfram hið nýja starfshlutfall, enda kemur lækkunin til vegna samdráttar í þjónustu fyrirtækja og fækkunar verkefna.
BHM og BSRB hvetja stjórnendur fyrirtækja og stofnana til að fara í einu og öllu eftir lögunum og munu bregðast hart við ábendingum um brot. Þá minna heildarsamtökin á að þessum lagaheimildum er ætlað að hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaði á þessum erfiðu tímum. Þegar þessum tímabundnu þrengingum lýkur munu fyrirtækin þurfa aftur á sínum starfsmönnum að halda í hærra starfshlutfalli.
Það er með öllu óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður starfsmanna sem eru að leggja sitt af mörkum til að vinnustaðurinn komist í gegnum tímabundna erfiðleika með því að taka á sig kjaraskerðingu.
Sjúkraþjálfun í streymi
Bandalag háskólamanna býður upp á sjúkraþjálfun í streymi með Söru Lind, framkvæmdastjóra Netsjúkraþjálfunar.
Sara mun fjalla um fyrirbyggjandi aðferðir og bjargráð við líkamlegum álagseinkennum hjá einstaklingum í sóttkví, einangrun og fjarvinnu.
Farið verður yfir ákjósanlegar líkamsstöður, líkamsbeitingu og hvað sé til ráða þegar upp koma líkamleg álagseinkenni. Einnig verður farið yfir þætti í tengslum við hreyfingu og svefn.
Fyrirlestrinum verður streymt hér á streymisveitu BHM miðvikudaginn 25. mars kl. 10:00 og verður aðgengilegur í þrjá daga á streymisveitu BHM.
Sara Lind er sjúkraþjálfari og framkvæmdarstjóri hjá Netsjúkraþjálfun ásamt því að starfa í forvarnarteymi VIRK. Hún er einnig með MPH í Lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands
8848 ástæður til þess að gefast upp
BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hvetjandi fyrirlestur með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í streymi.
BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hvetjandi fyrirlestur með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í streymi. Nú er um að gera að halda í jákvæðnina og horfa fram á við þrátt fyrir Covid-19, samkomubann og sóttkví.
Vilborg Arna ætlar að flytja fyrirlesturinn „8848 ástæður til þess að gefast upp“ í streymi á netinu frá sal BHM í Borgartúninu kl. 09:30 þriðjudaginn 17. mars 2020.
Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.
Athugið að vegna Covid-19 faraldursins verður ekki hægt að koma og hlýða á fyrirlesturinn. Hann verður aðeins í streymi á streymissíðu BHM .
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
- Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur