Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Atkvæðagreiðsla um breytingu í kjarasamning KVH og ríkisins er í fullum gangi
Atkvæðagreiðsla um breytingar í kjarasamning KVH og ríkisins er í fullum gangi á Mínum síðum BHM.
Kosningu lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 17.apríl 2020 og hafa kosningarétt starfandi félagsmenn KVH með samþykkta formlega aðild.
Til að kjósa er farið inn á bhm.is og skráð sig inn á Mínar síður. Þar birtist borði sem leiðir félagsmann áfram í kosningu.
Undirritun kjarasamnings Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við ríkið
Í dag undirritaði samninganefnd Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga samkomulag við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila.
Gildandi kjarasamningur framlengist frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulaginu felst og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu og rafræn kosning fer fram í kjölfarið.
Vegna samkomubanns mun kynningin fara fram með rafrænum hætti.
Þrenna í boði BHM
Samkomulag um breytingu á kjarasamning KVH og OR samþykkt
Samkomulag um breytingu á kjarasamning milli Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Orkuveitu Reykjavíkur náðist þriðjudaginn 24. mars 2020.
Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á Mínum síðum BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.
Gildistími samningsins er 1. apríl 2019 til 31. október 2022.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur