HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Sóttkvíareintalið

Eiríkur Örn gat ekki komið og flutt hugvekjuna í streymi hjá BHM svo hann tók hana upp sjálfur fyrir vestan.

Eiríkur Örn hefur sent frá sér skáldsögur og ljóð, ritgerðir, skáldsagna- og ljóðaþýðingar og klassíska uppskriftabók um plokkfisk. Nýjasta skáldsaga hans kom út í mars síðastliðnum og ber heitið Brúin yfir Tangagötuna og er ísfirsk ástarsaga úr samtímanum.

Smellið hér til að horfa og hlýða á.

Lífið mitt er gamanmynd á streymissíðu BHM föstudaginn 24. apríl klukkan 12:00

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verðandi sálfræðingur, fjallar um sögu húmors, hvaða hlutverki húmor gegnir í samskiptum okkar á milli og hvaða gildi húmor og hlátur hefur fyrir líðan og heilsu.

Föstudaginn 24. apríl kl. 12:00 í streymi á streymissíðu Bandalags háskólamanna.

Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í tvo daga, frá föstudeginum 24. apríl til miðnættis laugardaginn 25. apríl 2020.

 

Er stuttur þráðurinn? Fyrirlestur Önnu Lóu frá Virk er enn aðgengilegur.

Starfsstöðin heima – líkamsbeiting og vinnuumhverfið Fyrirlestur Gunnhildar Gísladóttur, iðjuþjálfa hjá Vinnueftirliti ríkisins er einnig aðgengilegur en verður tekinn úr birtingu á miðnætti 24. apríl.

Samkomulag um breytingar í kjarasamning KVH og ríkisins samþykktar

Samkomulag um breytingar í kjarasamning milli Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs náðust föstudaginn 3. apríl 2020.

Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á Mínum síðum BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.

Gildistími samningsins er 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Atkvæðagreiðsla um breytingu í kjarasamning KVH og ríkisins er í fullum gangi

Atkvæðagreiðsla um breytingar í kjarasamning KVH og ríkisins er í fullum gangi á Mínum síðum BHM.

Kosningu lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 17.apríl 2020 og hafa kosningarétt starfandi félagsmenn KVH með samþykkta formlega aðild.

Til að kjósa er farið inn á bhm.is og skráð sig inn á Mínar síður. Þar birtist borði sem leiðir félagsmann áfram í kosningu.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur