Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Nýr kjarasamningur KVH og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykktur
Nýr kjarasamningur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) var undirritaður föstudaginn 8. maí 2020.
Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á Mínum síðum BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.
Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 og fellur þá eldri kjarasamningur úr gildi án frekari fyrirvara
Teams grunnnámskeið og framhaldsnámskeið
Vegna mikillar eftirspurnar hefur Teams grunnnámskeiðið verið gert aðgengilegt aftur frá og með föstudeginum 8. maí til miðnættis þriðjudaginn 12. maí hér á streymisveitu BHM.
Framhaldsnámskeiðið er aðgengilegt til miðnættis mánudaginn 11. maí hér á streymisveitu BHM.
Á framhaldsnámskeiðinu var m.a. farið yfir:
- Stofnun teyma fyrir ólíka hópa
- Rásir og aðgangsstýringar
- Að stjórna áreitinu
- Samskipti hópsins
- Bókun funda
Framhaldsnámskeiðið var haldið fimmtudaginn 7. maí kl. 11:00 og verður aðgengilegt til og með 11. maí 2020 á streymisveitu BHM
Undirritun kjarasamnings KVH við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
Í dag undirritaði Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir nýjan kjarasamning við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS).
Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 og fellur þá eldri kjarasamningur úr gildi án frekari fyrirvara ef samþykktur verður.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem starfa hjá sveitarfélögunum og rafræn kosning fer fram í kjölfarið.
TEAMS – Framhaldsnámskeið
Linda Dögg, sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa, snýr aftur með framhaldsnámskeið í notkun Teams
Námskeiðið verður í streymi á streymisveitu BHM. Teams er samskiptalausn frá Microsoft sem gerir hópum kleyft að halda fundi, skipuleggja verkefni og vinna saman í skjölum svo eitthvað sé nefnt.
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:
- Stofnun teyma fyrir ólíka hópa
- Rásir og aðgangsstýringar
- Að stjórna áreitinu
- Samskipti hópsins
- Bókun funda
Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 7. maí kl. 11:00 og verður aðgengilegt til og með 11. maí 2020 á streymisveitu BHM
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur