HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Að gefnu tilefni

Síðastliðin ár hefur mikill fjöldi félagsmanna haft samband við skrifstofu KVH vegna greiðsluseðla í einkabanka sem þeir töldu vera frá sínu stéttarfélagi. Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vill árétta að það sendir ekki út greiðsluseðla í einkabanka félagsmanna. Félagsgjald KVH er 0,6% af heildarlaunum og er skilað inn af vinnuveitanda fyrir hönd félagsmanns. Vinnuveitandi greiðir í lögbundna sjóði BHM og einnig í valkvæða sjóði BHM sem samið hefur verið um í ráðningarsamningi. Ekki er um aðrar greiðslur að ræða til KVH og sjóða BHM.

KVH vekur athygli á aukastyrk Starfsþróunarseturs háskólamanna vegna COVID-19

Borið hefur á því að félagsmenn stéttarfélaga, sem aðild eiga að Starfsþróunarsetri háskólamanna (STH), eru í tengslum við samþykktar umsóknir sínar að verða fyrir aukakostnaði vegna aðgerða í kjölfar COVID-19 eða fá ekki endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði námskeiða sem felld hafa verið niður.

Vegna þessa hefur stjórn STH ákveðið að koma til móts við félagsmenn í þessum aðstæðum og gefa kost á viðbótarstyrk allt að 50.000 kr., sem gildir til 1. maí 2021, til þeirra sem þegar hafa sótt um styrk og verða fyrir aukakostnaði af þessum sökum. Styrkur þessi hefur ekki áhrif á styrkrétt viðkomandi.

Er því eftirfarandi styrkt (samtals að hámarki 50.000 kr.):

1. Breyting, niðurfelling eða kaup á nýju flugi

Styrkur er veittur fyrir breytingargjaldi flugs eða greiðslu á nýju flugi ef það er ekki er hægt að breyta flugi sem tilheyrir sama verkefni. Leggja þarf fram gögn um að endurgreiðsla fáist ekki og/eða að viðkomandi hafi ekki fengið tjónið bætt að fullu hjá kortafyrirtæki/tryggingafélagi sínu.

2. Kostnaður sem ekki fæst endurgreiddur

Styrkur er veittur til félagsmanna fyrir þeim kostnaði sem þeir hafa lagt út fyrir ef ekki er möguleiki á endurgreiðslu enda hafi þeir reikninga/greiðslukvittanir fyrir útlögðum kostnaði. Leggja þarf fram gögn um að endurgreiðsla fáist ekki.

Nánari upplýsingar um hvernig á að sækja um styrkinn eru hér: Starfsþróunarsetur háskólamanna .

Sumarlokun skrifstofu KVH

Skrifstofa KVH verður lokuð frá og með 20. júlí til 4. ágúst, vegna sumarleyfa starfsmanna.

Niðurstaða kosninga um nýjan kjarasamning KVH og Reykjavíkurborgar

Nýr kjarasamningur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við Reykjavíkurborg var undirritaður fimmtudaginn 25. júní 2020.

Samningurinn var kynntur félagsmönnum og í kjölfarið fór fram rafræn atkvæðagreiðsla sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

 

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur