Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Þegar karlar stranda – og leiðin í land, fyrirlestur og umræður með Sirrýju Arnardóttur
BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna að hlýða á fyrirlestur Sirrýjar Arnardóttir Þegar karlar stranda – og leiðin í land í streymi á streymissíðu BHM þann 12. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Í kjölfarið vera umræður á Teams um efni bókarinnar og bjargráð.
Sirrý gaf nýverið út bókina Þegar karlar stranda – og leiðin í land. Þetta er viðtalsbók við karla um kulnun, örmögnun, streitu og alvarleg áföll en líka um vanvirkni ungra manna og ráð sérfræðinga. Á undanförnum árum hafa æ fleiri lent í ógöngum og jafnvel hrakist af vinnumarkaði. Hinsvegar tala karlar síður en konur um það hvernig þeim líður.
Í fyrirlestrinum fer Sirrý yfir frásagnir nokkurra karla og ráð sérfræðingana. Í lokin er boðið upp á umræður með Sirrýju á Teams.
Meðal umræðuefna verða:
- Reynsla þessara ólíku karla sem í einlægni segja frá.
- Hvernig tökum við umræðuna um líðan karla á næsta þrep?
- Hvaða bjargráð hafa karlar sem eru að sigla í strand í lífi og starfi?
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér til þess að geta tekið þátt í Teams umræðunum.
Skrifstofa KVH lokuð fyrir almennar heimsóknir í ljósi hertra samgöngutakmarkana
Í ljósi hertra samgöngutakmarkana sem tóku gildi á miðnætti verður skrifstofa KVH lokuð fyrir almennar heimsóknir frá og með mánudeginum 5. október.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamning KVH við RÚV
Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) var undirritaður miðvikudaginn 30. september 2020.
Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram í kjölfarið þar sem félagsmenn samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.
Gildandi kjarasamningur framlengist til 1. nóvember 2022 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulaginu felst.
Fjöldi myndbanda og gagnleg fræðsla fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga BHM
Okkur langar að minna á rafrænu fræðsluna á vef BHM sem sett var á laggirnar í vor vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Tilefnið var að margir félagsmanna aðildarfélaga BHM hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleið. Aðrir eru í störfum þar sem álag er mikið og langvarandi vegna ástandsins, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir.
BHM vill leggja sitt af mörkum til þess að létta sínum félagsmönnum róðurinn og býður því upp á rafræna fræðslu sem er í senn praktísk og hvetjandi.
Rafræna fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu og opin öllum, aðeins þarf að skrá sig til að fá aðgang að öllu efninu. Því er skipt í tvennt til að koma sérstaklega til móts við hvorn hópinn fyrir sig, en þeir sem skrá sig hafa samt sem áður aðgang að öllu.
Meðal fyrirlestra eru:
- Streita í skugga faraldurs – Þóra Sigfríður Einarsdóttir
- Réttindi starfsmanns við uppsögn – Andri Valur Ívarsson
- Betri svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu – Erla Björnsdóttir
- Í leit að starfi – Geirlaug Jóhannsdóttir
- Fjármál við atvinnumissi – Sara Jasonardóttir
- Listin að breyta hverju sem er – Ingrid Kuhlman
- Atvinnuleysistryggingar – Gísli Davíð Karlsson
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur