Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamning KVH við RÚV
Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) var undirritaður miðvikudaginn 30. september 2020.
Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram í kjölfarið þar sem félagsmenn samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.
Gildandi kjarasamningur framlengist til 1. nóvember 2022 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulaginu felst.
Fjöldi myndbanda og gagnleg fræðsla fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga BHM
Okkur langar að minna á rafrænu fræðsluna á vef BHM sem sett var á laggirnar í vor vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Tilefnið var að margir félagsmanna aðildarfélaga BHM hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleið. Aðrir eru í störfum þar sem álag er mikið og langvarandi vegna ástandsins, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir.
BHM vill leggja sitt af mörkum til þess að létta sínum félagsmönnum róðurinn og býður því upp á rafræna fræðslu sem er í senn praktísk og hvetjandi.
Rafræna fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu og opin öllum, aðeins þarf að skrá sig til að fá aðgang að öllu efninu. Því er skipt í tvennt til að koma sérstaklega til móts við hvorn hópinn fyrir sig, en þeir sem skrá sig hafa samt sem áður aðgang að öllu.
Meðal fyrirlestra eru:
- Streita í skugga faraldurs – Þóra Sigfríður Einarsdóttir
- Réttindi starfsmanns við uppsögn – Andri Valur Ívarsson
- Betri svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu – Erla Björnsdóttir
- Í leit að starfi – Geirlaug Jóhannsdóttir
- Fjármál við atvinnumissi – Sara Jasonardóttir
- Listin að breyta hverju sem er – Ingrid Kuhlman
- Atvinnuleysistryggingar – Gísli Davíð Karlsson
Námskeið fyrir trúnaðarmenn færist á rafrænt form
Tvisvar til þrisvar á ári hefur BHM haldið námskeið fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga sinna. Námskeiðin hafa verið haldin í húsakynnum BHM í Borgartúni 6 en lengi hefur verið stefnt að því að gera fræðsluna aðgengilegri með því að færa hana yfir á rafrænt form.
Nú hafa kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir flýtt þeirri vinnu og róið er að því öllum árum að útbúa efni og taka upp myndbönd sem munu koma í stað námskeiðs á staðnum. Efnið verður gert aðgengilegt í október á sérstakri síðu á www.bhm.is, þar sem trúnaðarmenn geta skráð sig inn til að fá aðgang að því og munu geta leitað í það eftir tilefni.
Tekið skal fram að þótt námskeið færist yfir á rafrænt form þá er stuðningur og ráðgjöf að sjálfsögðu áfram í boði frá stéttarfélögum innan BHM. Við hvetjum því trúnaðarmenn eindregið til að leita til síns stéttarfélags hvort sem er til að fá persónulegan stuðning eða aðstoð vegna mála sem upp koma á þeirra vinnustað.
Stutt myndbönd og efni til niðurhals
Fræðsla trúnaðarmanna mun samanstanda af styttri myndböndum (10-30 mínútur) um skýrt afmarkaða þætti geta komið upp á vinnustöðum og/eða trúnaðamenn þurfa að gæta að.
Til dæmis:
- Kosning og vernd trúnaðarmanna
- Hlutverk, réttindi og skyldur trúnaðarmanna
- Ráðningarsamningar – tímabundnar og ótímabundnar ráðningar
- Afnám launaleyndar – upplýsingalög og opinberir starfsmenn
- Jafnrétti og vinnumarkaður, skyldur atvinnurekenda
- Kjara- og stofnanasamningar
- Sjóðir BHM
- Einelti og áreitni á vinnustað
- Stytting vinnuvikunnar
- Vinnutími, helstu hugtök og skipulag vinnutíma
- Persónuvernd – trúnaðarskyldur og persónuvernd
Einnig verður sett inn efni til niðurhals fyrir trúnaðarmenn, sem ætti að auðvelda þeim að m.a. kynna sitt hlutverk á vinnustað og koma mikilvægum upplýsingum til samstarfsfólks síns.
Það er von okkar hjá BHM að þetta fyrirkomulag auðveldi trúnaðarmönnum að leita upplýsinga um hvaðeina sem upp kemur í þeirra starfi á sem einfaldastan hátt.
Sem fyrr segir verður efnið verður gert aðgengilegt í október, nánari upplýsingar um hvernig má nálgast það verða sendar til trúnaðarmanna þegar þar að kemur.
Að gefnu tilefni
Síðastliðin ár hefur mikill fjöldi félagsmanna haft samband við skrifstofu KVH vegna greiðsluseðla í einkabanka sem þeir töldu vera frá sínu stéttarfélagi. Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vill árétta að það sendir ekki út greiðsluseðla í einkabanka félagsmanna. Félagsgjald KVH er 0,6% af heildarlaunum og er skilað inn af vinnuveitanda fyrir hönd félagsmanns. Vinnuveitandi greiðir í lögbundna sjóði BHM og einnig í valkvæða sjóði BHM sem samið hefur verið um í ráðningarsamningi. Ekki er um aðrar greiðslur að ræða til KVH og sjóða BHM.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur