HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Tillaga um breytt aðildargjöld samþykkt á aukaaðalfundi BHM með yfirgnæfandi meirihluta

Aðildargjöldin framvegis blanda af föstu gjaldi á hvern félagsmann og hlutfalli af heildarlaunum

Ragnar H. Hall lögmaður stýrði fundinum.

Ragnar H. Hall lögmaður stýrði fundinum.

Tillaga um breytt aðildargjöld til BHM var samþykkt á aukaaðalfundi bandalagsins sem haldinn var í dag í gegnum fjarfundabúnað. Með samþykktinni verður breyting á útreikningi gjaldanna. Í stað þess að miða eingöngu við fast hlutfall heildarlauna verður gjaldið tvískipt; annars vegar fast gjald á hvern félagsmann (árgjald) og hins vegar hlutfall af heildarlaunum (skattur). Breytingin hefur í för með sér að gjöld flestra aðildarfélaga munu lækka en hjá einhverjum þeirra munu gjöldin standa í stað fyrst um sinn. Samtals er áætlað að aðildargjöld til BHM muni lækka um nálægt 22 milljónum króna á næsta ári. Til að hægt væri að samþykkja breytt aðildargjöld þurfti að breyta lögum bandalagsins og samþykkti fundurinn tillögu þess efnis.

Um 84% samþykktu tillöguna

Samtals tilnefndu aðildarfélög BHM 178 fulltrúa til setu á fundinum og þar af skráði 171 fulltrúi sig inn á fundinn sem, eins og áður segir, var haldinn í fjarfundabúnaði. Af þeim sem skráðu sig inn á fundinn greiddu 164 atkvæði um tillöguna, 137 (83,5%) samþykktu hana, 20 (12,2%) voru á móti og 7 (4,3%) sátu hjá.

Þess má að lokum geta að á þessu ári hefur BHM haldið aðalfund, framhaldsaðalfund og aukaaðalfund. Tveir þessara funda voru haldnir í gegnum fjarfundabúnað.

Kennslumyndband í Trello er nú aðgengilegt á fræðslusíðu BHM og Trello framhaldsnámskeið verður haldið í byrjun desember

Trello- fyrstu skrefin, kennslumyndband hjá BHM

Í tvær vikur frá og með föstudeginum 20. nóvember verður kennslumyndband í Trello aðgengilegt hér á fræðslusíðu félagsmanna BHM. Þetta er myndband þar sem Logi Helgu, tölvunarfræðingur og ScrumMaster hjá Marel, fer yfir fyrstu skrefin.

Í myndbandinu er farið yfir hvernig á að stofna Trello reikning, setja upp verkefnaborð, búa til spjöld og lista, nýta listana, brjóta aðgerðir niður á spjöld og geyma eða eyða spjöldum og borðum.

 

Trello framhaldsnámskeið

Námskeiðin er fjarnámskeið, 30 manns komast á hvort námskeið, skráning hefst mánudaginn 23. nóvember kl. 12:00 á hádegi

Í byjun desember verður Logi Helgu með framhaldsnámskeið í Trello þar sem betur verður farið yfir hvernig hægt er að nota forritið. Gert er ráð fyrir að þeir sem skrá sig á framhaldsnámskeiðið séu búnir að horfa á myndbandið á fræðslusíðu BHM og koma sér af stað í Trello.

Á framhaldsnámskeiðinu verður m.a. farið yfir hvernig verkefni eru skipulögð með Trello, hvernig hópar geta unnið með Trello, farið yfir ýmsa notkunarmöguleika og viðbætur.

Framhaldsnámskeiðin verða haldin með fjarfundabúnaði á TEAMS, fyrra námskeið verður haldið 4. desember kl. 9:00-11:00 og það síðara 7. des kl. 9:00-11:00.

Skráning hefst kl. 12 á hádegi mánudaginn 23. nóvember, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér í Viðburðadagatali á heimasíðu BHM.  Athugið að þetta er sama námskeiðið sem haldið er tvisvar, en ekki eitt framhaldsnámskeið í tveimur hlutum.

Félagsmenn sem skrá sig bera sjálfir ábyrgð á að vera með viðeigandi búnað á námskeiðinu, s.s. tölvu með hljóðnema og hátalara svo þeir geti átt í samskiptum við kennara á námskeiðinu.

Þegar karlar stranda – og leiðin í land, fyrirlestur og umræður með Sirrýju Arnardóttur

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna að hlýða á fyrirlestur Sirrýjar Arnardóttir Þegar karlar stranda – og leiðin í land í streymi á streymissíðu BHM þann 12. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Í kjölfarið vera umræður á Teams um efni bókarinnar og bjargráð.

Sirrý gaf nýverið út bókina Þegar karlar stranda  og leiðin í land. Þetta er viðtalsbók við karla um kulnun, örmögnun, streitu og alvarleg áföll en líka um vanvirkni ungra manna og ráð sérfræðinga. Á undanförnum árum hafa æ fleiri lent í ógöngum og jafnvel hrakist af vinnumarkaði. Hinsvegar tala karlar síður en konur um það hvernig þeim líður.

Í fyrirlestrinum fer Sirrý yfir frásagnir nokkurra karla og ráð sérfræðingana. Í lokin er boðið upp á umræður með Sirrýju á Teams.

Meðal umræðuefna verða:

  • Reynsla þessara ólíku karla sem í einlægni segja frá.
  • Hvernig tökum við umræðuna um líðan karla á næsta þrep?
  • Hvaða bjargráð hafa karlar sem eru að sigla í strand í lífi og starfi?

 

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér til þess að geta tekið þátt í Teams umræðunum. 

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur