HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Rekstur smáfyrirtækja – fyrirlestur í streymi

Haldinn verður fyrirlestur í streymi á streymisveitu BHM þriðjudaginn 12. janúar kl. 13:00. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í fimm daga í kjölfarið á fræðslusíðu BHM, hér: Fræðsla fyrir félagsmenn*.

 

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.

 

Meðal þess sem hún fara yfir er:

  • Munurinn á sjálfstætt starfandi og launþega
  • Reiknað endurgjald
  • Skil opinbera gjalda
  • Skil launatengdra gagna
  • Lífeyrissjóður og heimildir til að greiða umfram hlutfall af reiknuðu endurgjaldi
  • Stéttarfélög og sjóðir

 

*Athugið að fyrir neðan innskráningardálkana á hlekknum  Fræðsla fyrir félagsmenn eru tveir hlekkir: Nýskráning og Gleymt lykilorð – fyrir þau sem eru að skrá sig inn í fyrsta sinn eða hafa gleymt lykilorðinu.

 

Guðrún Björg Bragadóttir er sérfræðingur í viðskipta- og skattamálum hjá KPMG, hún er með Cand. Oecon próf frá  Háskóla Íslands og meistarapróf í skattamálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Opnunartími skrifstofu KVH

Skrifstofa KVH er opin sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 9:00-12:00 og 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

 

Öllum tölvupóstum sem berast félaginu verður svarað eins fljótt og kostur er og innan tveggja virkra daga

Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem langar að hefja eigin rekstur og úrræði fyrir atvinnulausa sem langar að stofna fyrirtæki

Stofnun fyrirtækis og frumkvöðlastarfsemi


Haukur Guðjónsson frumkvöðlaþjálfi býr yfir tveggja áratuga reynslu af frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað sjö fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Nú sérhæfir hann sig í því að veita frumkvöðlum þá leiðsögn og stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í fyrirtækjarekstri.

Bandalag háskólamanna hefur fengið Hauk til þess að koma og vera með námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM í streymi á streymissíðu BHM þriðjudaginn 15. desember kl. 13:30. Haukur mun flytja fyrirlesturinn og svara spurningum sem áhorfendur geta sent inn í spjallinu á sömu síðu og streymið er á.

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað er frumkvöðull?
  • Mismunandi gerðir fyrirtækja
  • Viðskiptahugmyndir
  • Félagaform
  • Stofnun ehf.
  • Góð ráð og algeng mistök

Fyrirlesturinn verður aðgengilegur á síðunni Fræðsla fyrir félagsmenn á vef BHM í tvær vikur í kjölfarið. Á næstunni stefnir BHM einnig á að bjóða upp á námskeið í bókhaldi fyrir frumkvöðla og einyrkja, námskeiðið verður auglýst síðar.

 

Úrræði fyrir atvinnulausa sem langar að stofna fyrirtæki

Bandalag háskólamanna vill vekja athygli atvinnulausra félagsmanna aðildarfélaga BHM á úrræði Vinnumálastofnunar sem nefnist Frumkvæði og hefur verið unnið í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Um úrræðið af vef Vinnumálastofnunar:

,,Megintilgangur verkefnisins er að styðja fólk í atvinnuleit við að búa sér til eigin störf.  Í úrræðinu eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf. Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.”

Nánari upplýsingar um úrræðið og forsendur fyrir þátttöku í því er að finna hér á vef Vinnumálastofnunar. Athygli er vakin á því að nú stendur yfir endurskoðun á Frumkvæði og því ekki hægt að sækja um það fyrr en í janúar 2021.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur