HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Aðalfundur KVH var haldinn fimmtudaginn 25. mars

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 25. mars sl. Í fyrsta skipti í sögu félagsins var fundurinn haldinn rafrænn, en það er ánægjulegt að greina frá því að 85 félagsmenn KVH tóku þátt í fundinum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti.

Eftirfarandi skipa nýja stjórn KVH:

  • Stefán Þór Björnsson, formaður
  • Ásta Leonhardsdóttir, varaformaður/ritari
  • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Guðjón Hlynur Guðmundsson, meðstjórnandi
  • Heiðrún Sigurðardóttir, meðstjórnandi

 

Varastjórn skipa:

  • Björn Bjarnason
  • Irina S. Ogurtsova
  • Karl Einarsson

Starfslokanámskeið – upptaka nú aðgengileg

Upptaka af Starfslokanámskeiðinu sem haldið var fimmtudaginn 25. mars er nú aðgengileg á fræðslusíðu BHM.

Hægt verður að horfa á námskeiðið til og með 3. apríl.

 

Kennari var Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá  Íslandsbanka.

 

Fjármál geta flækst til muna þegar taka lífeyris hefst.

Á námskeiðinu er farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfslok eru undirbúin, s.s.:

  • Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Hvenær á ég að hefja töku lífeyris?
  • Hvernig virka hálfur lífeyrir og skipting lífeyris með maka?
  • Hvað ef mig langar að halda áfram að vinna eftir 65/67 ára aldur?
  • Hvernig ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
  • Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið?
  • Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Smellið hér til að skrá ykkur inn á fræðslusíðuna:

https://www.bhm.is/fyrir-felagsmenn-innskraning

 

Fræðslusíðan er lokað svæði sem er eingöngu fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Námskeiðin þar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu en stofna þarf sérstakan aðgang til að fá aðgang að svæðinu. Hafir þú ekki stofnað aðgang nú þegar, getur þú gert það hér:  https://www.bhm.is/audkenning/Signup/

Aðalfundur KVH verður haldinn 25. mars, kl 12:00 – 13:30

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn fimmtudaginn 25 . mars 2021, kl. 12:00 – 13:30. Fundurinn er rafrænn en skráningarform verður sent til félagsmanna á morgun, föstudaginn 12. mars.

 

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Reikningar félagsins

Tillögur félagsstjórnar

Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalda

Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins

Önnur mál

 

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa þrjá aðalmenn til stjórnarsetu í 2 ár, þ.e. formann, gjaldkera og meðstjórnanda. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta:

  • Til formanns: Ársæll Baldursson og Stefán Þór Björnsson.
  • Til gjaldkera: Ásta Leonhardsdóttir og Helga S. Sigurðardóttir
  • Til meðstjórnanda: Guðjón Hlynur Guðmundsson, Helga S. Sigurðardóttir og Stefán Þór Björnsson
  • Til varastjórnar: Björn Bjarnason, Irina S. Ogurtsova og Karl Einarsson. Sjálfkjörin.
  • Til skoðunarmanna reikninga: Jóngeir Hlinason og Magnús Sigurðsson. Sjálfkjörnir.

 

Það skal sérstaklega áréttað að atkvæðisrétt á aðalfundum og kjörgengi í embætti hafa þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar þann 1. mars næst á undan aðalfundi.

Til þess að teljast fullgildir félagsmenn þá þurfa viðkomandi að hafa sótt um formlega aðild og skilað viðurkenndu prófskírteini til félagsins.

 

Félagsmenn KVH eru hvattir til að taka þátt í aðalfundinum.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur