HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Excel námskeið vinsælast

BHM þakkar félagsmönnum aðildarfélaga fyrir frábærar viðtökur á námskeiðasíðunni sem sett var á laggirnar fyrir tæpu ári. Nú hafa yfir 2.400 félagsmenn stofnað aðgang og horft á námskeið og fyrirlestra sem þar hafa verið aðgengileg í lengri eða styttri tíma.

Það er einnig óhætt að segja að föstu námskeiðin frá Tækninám.is hafi lagst vel í fólk. Það eru yfir þrjátíu námskeið sem eru aðgengileg út árið 2021. Hér að neðan er listi yfir þau 10 námskeið sem hafa hlotið mesta áhorfið.

  1. Excel í hnotskurn
  2. Skipulegðu vinnudaginn með aðferðum Lean
  3. Teams í hnotskurn
  4. Delve í hnotskurn
  5. Grunnnámskeið í Office 365
  6. Fjarvinna í Microsoft Office 365
  7. Flow kynning
  8. Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook
  9. Microsoft Sharepoint í hnotskurn
  10. Excel Pivot töflur

Smelltu hér til að skrá þig inn á námskeiðasíðuna.

Friðrik Jónsson er nýr formaður BHM

Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Friðrik, sem er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, tekur við sem formaður BHM á aðalfundi bandalagsins næstkomandi fimmtudag. Hann hlaut 69,5% atkvæða í kosningunni en Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem einnig bauð sig fram í embættið, hlaut 30,5% atkvæða.

Samkvæmt lögum BHM er formaður bandalagsins kjörinn annað hvert ár í aðdraganda aðalfundar af fulltrúum sem aðildarfélögin tilnefna til setu á fundinum. Rafræn kosning hófst 13. maí og lauk sem fyrr segir á hádegi í dag. Samtals voru 189 aðalfundarfulltrúar á kjörskrá og af þeim greiddu 187 atkvæði í kosningunni. Kosningaþátttaka var því um 99%.

Friðrik Jónsson er fæddur árið 1967 og hefur undanfarin 25 ár starfað innan utanríkisþjónustu Íslands. Meðal annars hefur hann starfað á vettvangi Alþjóðabankans, Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna og í sendiráðum Íslands í Washington og Kaupmannahöfn. Hann hefur einnig verið forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, og fulltrúi Íslands í embættis-mannanefnd Norðurskautsráðsins. Friðrik er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum. Hann var kjörinn formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins á aðalfundi félagsins síðastliðið haust.

Stofnanasamningur undirritaður við Embætti landlæknis

Þann 20. maí 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Embætti landlæknis. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.1.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengill á samninginn má finna hér.

KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.

Námskeiðið Uppsagnir og áminningar verður haldið fimmtudaginn 20. maí

Uppsagnir og áminningar, réttindi og skyldur starfsfólks og atvinnurekenda – örfyrirlesturinn sem féll niður miðvikudaginn 12. maí verður haldinn á Zoom fimmtudaginn 20. maí kl. 13:00. Karen Ósk Pétursdóttir, kjara og réttindasérfræðingur BHM, flytur fyrirlesturinn.

 Smellið hér á hlekkinn til þess að skrá ykkur á hann.

 

Örfyrirlestrarnir um einelti, kynferðislega áreitni og fjarvinnu eru nú aðgengilegir á Námskeiðasíðu BHM og á Youtube síðu BHM.

 

Stjórnun á umrótartímum

Fyrirlestur Eyþórs Eðvarðssonar sem haldinn var þriðjudaginn 18. maí 2021 er aðgengilegur á Námskeiðasíðu BHM til og með þriðjudeginum 25. maí.

Smelltu hér til að skrá þig inn á Námskeiðasíðu BHM.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur