Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Við viljum minna á Orlofssjóð BHM
Orlofssjóður BHM (OBHM) leigir sjóðfélögum orlofshús og íbúðir, hér á landi og erlendis, auk þess að selja flugferðir, hótelgistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort á afsláttarkjörum. Sjóðfélagar eru þeir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem vinnuveitendur greiða iðgjöld fyrir í sjóðinn.
Hægt er að skrá sig á póstlista OBHM og einnig hvetjum við félagsmenn til að líka við Facebook síðu sjóðsins.
Excel námskeið vinsælast
BHM þakkar félagsmönnum aðildarfélaga fyrir frábærar viðtökur á námskeiðasíðunni sem sett var á laggirnar fyrir tæpu ári. Nú hafa yfir 2.400 félagsmenn stofnað aðgang og horft á námskeið og fyrirlestra sem þar hafa verið aðgengileg í lengri eða styttri tíma.
Það er einnig óhætt að segja að föstu námskeiðin frá Tækninám.is hafi lagst vel í fólk. Það eru yfir þrjátíu námskeið sem eru aðgengileg út árið 2021. Hér að neðan er listi yfir þau 10 námskeið sem hafa hlotið mesta áhorfið.
- Excel í hnotskurn
- Skipulegðu vinnudaginn með aðferðum Lean
- Teams í hnotskurn
- Delve í hnotskurn
- Grunnnámskeið í Office 365
- Fjarvinna í Microsoft Office 365
- Flow kynning
- Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook
- Microsoft Sharepoint í hnotskurn
- Excel Pivot töflur
Friðrik Jónsson er nýr formaður BHM
Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Friðrik, sem er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, tekur við sem formaður BHM á aðalfundi bandalagsins næstkomandi fimmtudag. Hann hlaut 69,5% atkvæða í kosningunni en Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem einnig bauð sig fram í embættið, hlaut 30,5% atkvæða.
Samkvæmt lögum BHM er formaður bandalagsins kjörinn annað hvert ár í aðdraganda aðalfundar af fulltrúum sem aðildarfélögin tilnefna til setu á fundinum. Rafræn kosning hófst 13. maí og lauk sem fyrr segir á hádegi í dag. Samtals voru 189 aðalfundarfulltrúar á kjörskrá og af þeim greiddu 187 atkvæði í kosningunni. Kosningaþátttaka var því um 99%.
Friðrik Jónsson er fæddur árið 1967 og hefur undanfarin 25 ár starfað innan utanríkisþjónustu Íslands. Meðal annars hefur hann starfað á vettvangi Alþjóðabankans, Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna og í sendiráðum Íslands í Washington og Kaupmannahöfn. Hann hefur einnig verið forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, og fulltrúi Íslands í embættis-mannanefnd Norðurskautsráðsins. Friðrik er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum. Hann var kjörinn formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins á aðalfundi félagsins síðastliðið haust.
Stofnanasamningur undirritaður við Embætti landlæknis
Þann 20. maí 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Embætti landlæknis. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.1.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengill á samninginn má finna hér.
KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.
- Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur