HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Dómur EFTA-dómstólsins hefur fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu í máli starfsmanns Samgöngustofu gegn íslenska ríkinu að sá tími sem fer í ferðalög starfsmannsins vegna vinnu hans utan hefðbundins vinnutíma teljist „vinnutími“ í skilningi tilskipunar ESB. Að mati BHM hefur niðurstaðan fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn sem þurfa að ferðast til útlanda vegna vinnu sinnar.

 

Umræddur starfsmaður Samgöngustofu höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í því skyni að fá viðurkennt að sá tími sem hann hefði varið í ferðlög til útlanda og til baka vegna vinnu sinnar fæli í sér vinnutíma. Niðurstaða EFTA-dómstólsins er sett fram í dómi sem veitir ráðgefandi álit í málinu að beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur. Álitaefnið sneri að að túlkun á hugtakinu „vinnutími“ í skilningi vinnutímatilskipunar ESB.

Í dómi EFTA-dómstólsins kemur fram að sá tími sem starfsmaður ver í ferðalög utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur, teljist „vinnutími“ í skilningi tilskipunarinnar. Ekki skipti máli hvort einvörðungu sé ferðast innan yfirráðasvæðis EES-ríkjanna eða til eða frá þriðju ríkjum. Þá telur dómstóllinn að þegar ákvörðun um hvíldartíma er tekin megi líta á hótel eða aðra viðeigandi gistiaðstöðu sem heimili starfsmanns meðan á slíkum ferðum stendur enda þótt gistiaðstaðan hafi verið valin samkvæmt fyrirmælum vinnuveitanda. Enn fremur sé ekki nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á ferðunum stendur.

Að mati BHM hefur niðurstaða EFTA-dómstólsins skýrt fordæmisgildi fyrir alla starfsmenn ríkisins sem eru í sambærilegri stöðu og umræddur starfsmaður Samgöngustofu, þ.e. þurfa að ferðast til útlanda á vegum síns vinnuveitanda utan hefðbundins vinnutíma.

Fréttatilkynning EFTA-dómstólsins

Dómur EFTA-dómstólsins

Sumarlokun skrifstofu KVH

Skrifstofa KVH verður lokuð frá og með 19. júlí til 9. ágúst, vegna sumarleyfa starfsmanna.

 

Ef erindið er mjög áríðandi má hringja í neyðarsíma KVH.

Við viljum minna á Orlofssjóð BHM

Orlofssjóður BHM (OBHM) leigir sjóðfélögum orlofshús og íbúðir, hér á landi og erlendis, auk þess að selja flugferðir, hótelgistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort á afsláttarkjörum. Sjóðfélagar eru þeir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem vinnuveitendur greiða iðgjöld fyrir í sjóðinn.

Hægt er að skrá sig á póstlista OBHM og einnig hvetjum við félagsmenn til að líka við Facebook síðu sjóðsins.

 

Excel námskeið vinsælast

BHM þakkar félagsmönnum aðildarfélaga fyrir frábærar viðtökur á námskeiðasíðunni sem sett var á laggirnar fyrir tæpu ári. Nú hafa yfir 2.400 félagsmenn stofnað aðgang og horft á námskeið og fyrirlestra sem þar hafa verið aðgengileg í lengri eða styttri tíma.

Það er einnig óhætt að segja að föstu námskeiðin frá Tækninám.is hafi lagst vel í fólk. Það eru yfir þrjátíu námskeið sem eru aðgengileg út árið 2021. Hér að neðan er listi yfir þau 10 námskeið sem hafa hlotið mesta áhorfið.

  1. Excel í hnotskurn
  2. Skipulegðu vinnudaginn með aðferðum Lean
  3. Teams í hnotskurn
  4. Delve í hnotskurn
  5. Grunnnámskeið í Office 365
  6. Fjarvinna í Microsoft Office 365
  7. Flow kynning
  8. Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook
  9. Microsoft Sharepoint í hnotskurn
  10. Excel Pivot töflur

Smelltu hér til að skrá þig inn á námskeiðasíðuna.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur