Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Að gefnu tilefni
Síðastliðin ár hefur mikill fjöldi félagsmanna haft samband við skrifstofu KVH vegna greiðsluseðla í einkabanka sem þeir töldu vera frá sínu stéttarfélagi. Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vill árétta að það sendir ekki út greiðsluseðla í einkabanka félagsmanna. Félagsgjald KVH er 0,6% af heildarlaunum og er skilað inn af vinnuveitanda fyrir hönd félagsmanns. Vinnuveitandi greiðir í lögbundna sjóði BHM og einnig í valkvæða sjóði BHM sem samið hefur verið um í ráðningarsamningi. Ekki er um aðrar greiðslur að ræða til KVH og sjóða BHM.
Næstu námskeið á vegum BHM
- Fjölmenning á vinnustað – námskeið með Ingrid Kuhlmann sem haldið var þriðjudaginn 5. október er nú aðgengilegt út þriðjudaginn 12. október á Námskeiðasíðu BHM.
- Kynning á starfsþróunarsetri háskólamanna er einnig aðgengileg núna, bæði hér á Youtube rás BHM og á Námskeiðasíðu BHM.
- Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi – fyrirlestur með Guðrúnu Björg Bragadóttir verður haldinn á morgun fimmtudaginn 7. október og hægt að horfa á hann í viku í kjölfarið á lokaðri Námskeiðasíðu BHM. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig til þess að geta horft á fyrirlesturinn í beinni á Teams.
- Við minnum einnig á Námskeiðasíðu BHM sem enn er stútfull af áhugaverðum námskeiðum frá Tækninám og fyrirlestrum frá sérfræðingum BHM um ýmis réttindatengd mál.
- Fræðsludagskrá BHM haustið 2021 má einnig skoða á þessum hlekk.
Öll námskeið og fyrirlestrar á vegum BHM eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu.
Smelltu hér til að skrá þig og fá áminningu um viðburðinn.
Kynningin fer fram á Teams fundi, hér er hlekkurinn á hann: Click here to join the meeting
Starfsmannasamtalið frá hlið stjórnenda, smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og skrá þig.
Starfsmannasamtalið frá hlið starfsmanna, smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og skrá þig.
Fyrirlestrarnir verða teknir upp og hægt að nálgast þá á lokaðri Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfar hvors um sig.
Stofnanasamningur undirritaður við Skattinn
Þann 1. október 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Skattsins. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.10.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengil á samninginn má finna hér.
KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.
Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi
Fyrirlestur/Námskeið
Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi
Guðrún Björg Bragadóttir frá KPMG
- Staðsetning: Teams viðburður
- Tími: 13:00 – 14:00
- Skráningartímabil: Opið
Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.
Meðal þess sem hún fara yfir er:
- Munurinn á sjálfstætt starfandi og launþega
- Reiknað endurgjald
- Skil opinbera gjalda
- Skil launatengdra gagna
- Lífeyrissjóður og heimildir til að greiða umfram hlutfall af reiknuðu endurgjaldi
- Stéttarfélög og sjóðir
Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur