Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Stofnanasamningur undirritaður við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi
Þann 3. desember 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.11.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengil á samninginn má finna hér.
KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.
Næstu námskeið á vegum BHM
Hér fyrir neðan eru auglýsingar fyrir næstu tvö námskeið, Skrif fyrir vefinn sem verður rafrænt næsta fimmtudag (25. Nóv.) og Samskipti á vinnustað sem verður haldinn rafrænt 30. nóvember.
Við minnum á lokaða námskeiðasíðu BHM þar sem úrval námskeiða um tæknileg málefni er að finna og fyrirlestra frá sérfræðingum BHM um t.d. Jafnrétti á vinnustað, sjóði BHM, Starfsþróunarsetur og réttindi á vinnumarkaði.
NÝTT INN: Á lokuðu námskeiðasíðuna bættust nýlega við tvö námskeið frá Tækninám.is:
- Windows 11
- Office 365 fyrir Apple tölvur
Örfá pláss eru enn laus á Vinnuvernd 101 hjá Vinnuverndarskólanum, hægt er að taka námskeiðið á íslensku eða ensku, skráning fer fram á þessum hlekk.
Vegna nýrra Covid-tengdra samkomutakmarkana þurfti að fresta tveimur námskeiðum sem voru á dagskrá í nóvember og desember fram yfir áramót, það eru námskeiðin Framkoma og ræðumennska og Ráðstefnustjórn og tækifærisræður sem María Ellingsen mun kenna í sal í Borgartúni 6.
Samskipti á vinnustað
Þriðjudaginn 30. nóv. kl. 13:00-16:00
Rakel Heiðmarsdóttir, sálfræðingur, leiðir námskeið um samskipti á vinnustöðum fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.
Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum. En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum?
Hver samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndarsamskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og hvernig hann nýtist til að fyrirbyggja og leysa úr.
Takmarkað pláss er á námskeiðið og hefst skráning miðvikudaginn 24. nóvember kl. 12:00 á þessum hlekk.
Upptaka verður aðgengileg á lokaðri námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Skrif fyrir vefinn
Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams
Fyrirlestur ætlaður þeim sem skrifa fyrir vefi og þurfa að skrifa aðgengilegan texta sem nær til fólks.
Talað verður um rödd og tón, notendamiðaðan og auðlæsan texta auk þess sem fjallað verður um aðgengismál.
Berglind Ósk Bergsdóttir hefur starfað sem notendamiðaður textasmiður síðan 2018 en starfaði áður sem framenda- og app forritari hjá Kolibri, QuizUp og gogoyoko.
Fyrirlesturinn verður haldinn með fjarfundabúnaði á Teams. Smelltu á þennan hlekk til að skrá þig.
Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Reiknivél félagsgjalda
Um síðustu áramót lækkuðu útgjöld Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) vegna lækkaðra aðildargjalda til Bandalags háskólamanna (BHM) og í kjölfarið var þjónusta á skrifstofu félagsins efld.
Nú hefur verið útbúin handhæg reiknivél sem sýnir hluta af þeim ávinningi sem felst í aðild að KVH. Hægt er að setja inn heildarlaun og núverandi félagsgjöld og bera saman við félagsgjöld hjá KVH. Við hvetjum alla þá sem eru að velja sér stéttarfélag til að skoða samanburðinn. Hægt er að skoða reiknivélina hér.
Félagsgjald er iðgjald sem vinnuveitandi dregur af launum starfsmanns og kemur fram á launaseðli. Félagsgjaldið er því það eina sem starfsmaður greiðir úr eigin vasa. Aðrar greiðslur í sjóði stéttarfélaga eru í formi mótframlags frá vinnuveitanda. Mótframlag vinnuveitanda getur verið misjafnt og fer eftir ákvæðum þeirra kjarasamninga sem laun eru greidd eftir.
Desemberuppbót árið 2021
Við hvetjum félagsmenn okkar til að skoða launaseðla sína um næstu mánaðarmót.
Desemberuppbót árið 2021 hjá okkar helstu samningsaðilum er sem hér segir:
- Ríki – 96.000 kr
- Reykjavíkurborg – 106.100 kr.
- Sveitarfélög – 121.700 kr.
- Almennur markaður – 96.000 kr.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur