Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Opnunartími skrifstofu KVH
Í ljósi hertra sóttvarnarreglna sem gilda til 13. janúar nk. verður þjónusta KVH veitt í gegnum tölvupóst (kvh@bhm.is) og síma (595-5140). Lokað verður fyrir almennar heimsóknir en allir fundir verða færðir í fjarfundaform á Teams eða Zoom. Það sama gildir fyrir þjónustuver BHM.
Opnunartími skrifstofu KVH yfir jól og áramót
Milli jóla og nýárs verður þjónusta KVH veitt í gegnum tölvupóst og síma (595-5140), en skrifstofan er lokuð aðfangadag og gamlaársdag. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu verður lokað fyrir almennar heimsóknir en sjálfsagt er að halda fundi í Teams ef þörf krefur.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Stofnanasamningur við Náttúrufræðistofnun Íslands
Þann 20. desember 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.12.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengil á samninginn má finna hér.
KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur