Námskeið: Forðumst kulnun og eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsferil

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 2. apríl um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og ,,blómstra” í starfi. Námskeiðið fer fram í Ásbrú, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 milli kl. 9:00 og 12:30. Leiðbeinandi er Ragnheiður Aradóttir.

  • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
  • Tími: 2.apríl kl. 09:00 – 12:30

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“. Skráning hér.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
  • Leiðir til að forðast kulnun
  • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
  • Hvað er átt við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni?
  • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
  • Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
  • Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
  • Leiðir til að ná árangri í starfi