Gert er ráð fyrir að úthlutað sé úr Vísindasjóð KVH um miðjan febrúar 2020.
Vísindasjóður KVH
Vísindasjóður KVH, líkt og vísindasjóðir annarra aðildarfélaga BHM, var stofnaður með kjarasamningunum 1989. Í sjóðinn leggur launagreiðandi fram 1,5% af dagvinnulaunum launþega.
Hverjir eiga rétt á úthlutun ?
Allir fullgildir félagar, sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn á hverju almanaksári, og sem taka laun eftir kjarasamningum KVH við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, eiga rétt á styrk. Einnig þeir félagsmenn á almennum vinnumarkaði sem samið hafa við vinnuveitanda sinn um greiðslur í sjóðinn.
Félagsmenn sem starfa hjá ríki eiga ekki lengur rétt á úthlutun úr vísindasjóði. Í kjarasamningum KVH og ríkisins 2008 var framlag vinnuveitanda í vísindasjóð aflagt með þeim hætti að launatafla var hækkuð um 2,0%, vegna breytinga á vísindasjóðsframlagi.
Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að vísindasjóði valkvæð eins og áður segir og geta félagsmenn samið í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um greiðslur í sjóðinn.
Styrkfjárhæð og úthlutunarmánuður
Styrkfjárhæð er miðuð við innborgun í sjóðinn á almanaksári, nú síðast tímabilið 1. janúar 2019 – 31. desember 2019. Úthlutað er úr sjóðnum árlega, í febrúar.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum.
Skattaleg meðferð:
Styrkurinn er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur. Gera skal sundurliðaða grein fyrir þeim kostnaði sem framteljandi telur fram á móti styrknum, á sérstöku undirblaði á vefframtali. Nánari upplýsingar er að finna á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is