KVH hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1977. Í umsögninni kemur m.a. fram að KVH lýsir yfir stuðningi við þau meginmarkmið að koma á samræmdu og sjálfbæru lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn, enda verði núverandi réttindi tryggð, auk þess sem jöfnun launa háskólamanna á almennum og opinberum markaði fylgi í kjölfarið.
Hins vegar setur KVH fram gagnrýni á nokkur atriði frumvarpsins sem mikilvægt er að lagfæra áður en frumvarpið verður afgreitt. Umsögnina má sjá á vef Alþingis á þessari vefslóð: http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2218.pdf.
Einnig hefur BHM sent frá sér umsögn og fréttatilkynningu um málið, sjá nánar fréttir á vefsíðu BHM.