Stjórnmálafræðideild HÍ í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild og Viðskiptadeild býður þverfaglegt 30 eininga Diplómanám, stjórnunarnám á meistarastigi fyrir núverandi og verðandi stjórnendur í heilbrigðiskerfinu. Stundaskrá neðst í póstinum.
Hægt er að taka námsleiðina í fjarnámi, en þá er val-námskeiða valið takmarkaðra. Hægt er að sækja um að fá námið er metið inní annað framhaldsnám viðkomandi deilda kjósi nemendur að halda áfram til meistaraprófs. (Sjá upplýsingar um hvort tveggja í bæklingum)
Forkrafa er BA/BS eða B.ed próf í einhverri grein. Valin hafa verið saman námskeið úr fjórum deildum HÍ,  sem saman mynda gagnlega heild: Þrjú skyldunámskeið, en nemendur velja síðan tvö námskeið úr  tíu mögulegum valnámskeiðum. Kennarar sem koma úr röðum fastra kennara eru fag- og fræðimenn sem stundað hafa rannsóknir á sínum sérsviðum, auk fjölbreyttrar starfsreynslu.
Við val á námskeiðum var haft samráð við sn. samráðshóp stjórnenda víðs vegar að úr íslensku heilbrigðiskerfi.

Umsóknareyðublað og upplýsingar um umsóknaferilinn eru hér: https://www.hi.is/umsokn_um_nam

Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ en nemendur greiða sn. skráningagjald kr. 55.000.- ef þeir hefja nám um áramót, en 75.000.- fyrir námsárið.
Endilega hafðu samband við Margréti eða Elvu ef þú hefur frekari spurningar eða vilt ræða um þennan möguleika.

Margrét S. Björnsdóttir msb@hi.is, símar 5254254 og 8677817
Elva Ellertsdóttir elva@hi.is, sími 525-4573

Stundaskrá námskeiðanna sem kennd eru í stjórnmálafræðideild:

https://www.hi.is/sites/default/files/am/stj_stjornmalafraedi_dipl._i_opinb._stj._fyrir_stjornendur_i_heilbrigdistjonustu_16.pdf

Og námskeiðið: HJÚ 258F Forysta í heilbrigðisþjónustu.

Kennt:
Mánudagana 27.1., 24.2., 23.3.og 20.4. kl. 8.20-11.30. Þe. 4 skipti.

Vikan 19.5.-22.5.,  þri. – fim. kl. 8.20- 11.30 og 12.30-16.30. og föstudaginn  22.5. kl. 8.20  – 11.30

Bæklingur með ítarlegri lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/baeklingur_diploma_opinb_heilbr_2019-20_org.pdf
Einnig er hægt að skoða námið inn í kennsluskrá HÍ-þar sést einnig á hvoru misserinu námskeið eru kennd: http://bit.ly/stjornun_i_heilbrigdisthjonustu

Share This