Eins og fram kom á fundi KVH með félagsmönnum hjá ríkinu, var stutt hlé gert á viðræðum við Samninganefnd ríkisins. Gert er ráð fyrir næsta samningafundi nú eftir helgi. Þá hefur verið beðið fundar með ráðherra. Auk þess hefur KVH haft samráð við fulltrúa annarra stéttarfélaga háskólamanna, bæði utan og innan BHM, sem enn eiga ósamið við ríkið.
Gera má ráð fyrir að dragi til tíðinda eftir helgi, en næsti samningafundur með ríkinu mun skera úr um það. Samninganefnd KVH mun þá setja sig í samband við félagsmenn.