Vegna bilunar í tölvubúnaði hafa Mínar síður á vef BHM (bhm.is) að mestu legið niðri undanfarinn sólarhring. Viðgerð er nú lokið og geta félagsmenn skráð sig inn á Mínum síðum, skoðað upplýsingar, sent inn umsóknir og gögn o.s.frv.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun hefur valdið.
Áður auglýstur frestur til að skila umsóknum og fylgigögnum til Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs BHM hefur verið framlengdur til og með 11. desember nk.
Athugið að ekki er veittur tiltekinn frestur (tiltekin dagsetning) til að skila umsóknum og fylgigögnum til Starfsmenntunarsjóðs og Starfsþróunarseturs háskólamanna.