Samningaviðræður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) hafa staðið yfir síðan í byrjun desember. Hið sama má reyndar segja um viðræður SNS við aðra viðsemjendur innan BHM.
Samninganefnd KVH hefur lagt fram ítarlegar tillögur að nýjum samningi til næstu ára, en viðbrögð SNS eru enn óljós. Ekki tókst að ljúka viðræðum fyrir jól, þrátt fyrir áherslu KVH þar um.
Næsti samningafundur er boðaður í þessari viku. Alls starfa tæplega 90 félagsmenn KVH hjá 27 sveitarfélögunum og heyra undir samning þennan.