Á fundi samninganefnda KVH og ríkisins í gær, 30. júní, var undirritað samkomulag um frestun kjaraviðræðna um sinn. Aðilar munu halda áfram viðræðum að fáeinum vikum liðnum og verða þær m.a. byggðar á þeim gögnum og kröfum sem báðir aðilar hafa lagt fram.
Sem kunnugt er hefur kjaradeila annarra aðildarfélaga BHM við ríkið siglt í strand með lagasetningu og mun Gerðardómur kveða upp úrskurð sinn, líklega í ágúst n.k. Þá hafa helstu aðildarfélög BSRB einnig frestað kjaraviðræðum við ríkið yfir hásumarið.