Viðræðunefnd fjórtán aðildarfélaga BHM, sem nýlega gerðu samkomulag við Samtök atvinnulífsins um styttingu vinnuvikunnar, efnir til opins veffundar þriðjudaginn 9. mars nk. þar sem samkomulagið verður kynnt.
Umrætt samkomulag felur í sér að sérstakur viðauki bætist við kjarasamning aðila þar sem kveðið er á um breytingar á vinnutímaákvæðum samningsins. Á fundinum verður farið verður yfir hugmyndafræði samkomulagsins, útfærslur og áhrif styttingarinnar á aðra þætta kjarasamningsins.
Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, smellið hér til að komast inn á hann.
Viðræðunefndina skipa:
- Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), formaður nefndarinnar
- Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)
- Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur Þjónustuskrifstofu FHS
Aðildarfélögin fjórtán eru:
- Dýralæknafélag Íslands
- Félag íslenskra félagsvísindamanna
- Félags íslenskra náttúrufræðinga
- Félag lífeindafræðinga
- Félag sjúkraþjálfara
- Félagsráðgjafafélag Íslands
- Fræðagarður
- Iðjuþjálfafélag Íslands
- Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
- Ljósmæðrafélag Íslands
- Sálfræðingafélag Íslands
- Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
- Stéttarfélag lögfræðinga
- Þroskaþjálfafélag Íslands