Á aðalfundi BHM, sem haldinn var þann 17. maí 2013, var samþykkt ný stefna BHM í menntamálum, launamálum, jafnréttismálum, lífeyrismálum og málefnum stúdenta og LÍN. Fundurinn var fjölmennur og áhugaverð erindi haldin, m.a. af Rögnu Árnadóttur, fyrrv.ráðherra og núverandi aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, um samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Á vefsíðu BHM má lesa þessa nýju stefnu BHM, auk ávarps formanns BHM, Guðlaugar Kristjánsdóttur.