Félagsmönnum aðildarfélaga BHM býðst nú að skrá sig á hádegisfyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni sér að kostnaðarlausu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12:00. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og skráning er hafin hér í viðburðadagatali .
Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti.
Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.
Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.
Í lokin verður boðið upp á spjall um efni fyrirlestursins.
Fyrirlesturinn verður haldinn með notkun fjarfundabúnaðar á TEAMS. Þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn samdægurs. Gott er að vera búin að hlaða niður Teams forritinu á tölvuna, en það er einnig hægt að vera í vafra.
Á fyrirlesturinn kemst takmarkaður fjöldi, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér í viðburðadagatali. Einnig eru félagsmenn beðnir um að afskrá sig sjái þeir sér ekki fært að horfa á fyrirlesturinn.