BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 2. apríl um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og ,,blómstra” í starfi. Námskeiðið fer fram í Ásbrú, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 milli kl. 9:00 og 12:30. Leiðbeinandi er Ragnheiður Aradóttir.
- Staðsetning: BHM – Borgartún 6
- Tími: 2.apríl kl. 09:00 – 12:30
Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“. Skráning hér.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
- Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
- Leiðir til að forðast kulnun
- Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
- Hvað er átt við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni?
- Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
- Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
- Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
- Leiðir til að ná árangri í starfi