Meðfylgjandi eru næstu námskeið sem haldin verða á vegum BHM.
Launaviðtalið – þriðjudaginn 4.maí kl. 13:00-15:00 með fjarfundabúnaði á Teams. UPPBÓKAÐ.
Góður undirbúningur og færni í samningatækni er
lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kennari er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi. Smelltu hér til að skrá þig og þú getur þá horft á upptöku af námskeiðinu síðar. Athugið að námskeiðið verður ekki aðgengilegt á fræðslusíðu BHM í kjölfarið, en þau sem skrá sig verður gert kleift að horfa á það í viku í kjölfarið.
Sáttamiðlun á vinnustöðum – fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams.. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.
Réttindi á vinnumarkaði
Örfyrirlestraröð BHM 10.-14. maí kl. 11:00 á Zoom
Örfyrirlestrarnir fjalla um réttindi starfsfólks og skyldur atvinnurekenda á vinnumarkaði og vara í um 15 mínútur, að þeim loknum verður hægt að bera fram spurningar. Fyrirlestraröðin er opin öllum en er þó sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.
- Mánudaginn 10. maí kl. 11:00
Einelti á vinnustað Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM - Þriðjudaginn 11. maí kl. 11:00
Fjarvinna – niðurstöður könnunar BHM kynntar og næstu skref rædd Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM - Miðvikudaginn 12. maí kl. 11:00
Uppsagnir og áminningar, réttindi og skyldur starfsfólks og atvinnurekenda Karen Ósk Pétursdóttir, kjara- og réttindasérfræðingur BHM - Fimmtudaginn 13. maí kl. 11:00
Kynferðisleg áreitni á vinnustað Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM