Handleiðslufélag Íslands – Handís fagnar 20 ára afmæli á árinu og hefur af því tilefni sett saman afmælisdagskrá en afmælinu verður fagnað með ýmsu móti. Handleiðslufélag Íslands er þverfaglegt félag sem hefur m.a. það markmið að stuðla að þróun og hagnýtingu handleiðslu ásamt því að kynna kosti og gildi hennar í faglegu starfi.

Við byrjum árið með morgunverðarfundi þann 30. janúar þar sem Alma D. Möller, landlæknir, mun koma og fjalla um heilsu og líðan í starfi en starfstengd streita og kulnun ógnar heilsu okkar og lífsgæðum. Einnig verður erindi um siðfræðilega sýn og afmælisdagskráin fyrir árið kynnt.

Morgunverðarfundurinn sem og afmælisdagskráin í heild sinni á erindi til allra þeirra sem vilja efla sig í starfi, fræðast um handleiðslu og hvernig hún nýtist best sem forvörn gegn streitu og kulnun í starfi.

Handleiðslufélag Íslands vonast til að sjá sem flesta á afmælisárinu og að fagfélögin sjái til þess að koma upplýsingum til sinna félagsmanna og auglýsi viðburði ársins.

Hér er einnig hlekkur á viðburðinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/466953843924059/

Til að einfalda alla umsýslu jafngildir millifærsla skráningu. Verð
er 3.500 kr. og er morgunmatur innifalinn. Bankaupplýsingar: 334 26
051543, kt: 520700-3310. Senda skal kvittun til gjaldkera á
netfangið:sigurley@landspitali.is

Ef einhver hefur ekki aðgang að heimabanka má setja sig í samband við gjaldkera varðandi skráningu og óska eftir að greiða við inngang á fundardegi.

Share This