Kjarakönnun BHM sem framkvæmd var s.l. vor tók einnig til félagsmanna KVH. Alls tóku 525 félagsmenn þátt í könnuninni sem gerir um 68% svörun og telst ágætt. Meðalheildartekjur félagsmanna KVH í febrúar s.l. voru kr. 612 þús , en meðalgrunnlaun kr. 518 þús. Til samanburðar voru meðalheildartekjur BHM félaga allra um kr. 522 þús, en meðalgrunnlaun 454 þús.
Laun kynja eru sem fyrr ekki þau sömu. Meðalheildarlaun karla í KVH voru kr. 644 þús í febrúar s.l., en meðalheildarlaun kvenna kr. 589 þús. Meðalgrunnlaun karla voru kr. 531 þús, en kvenna kr. 509 þús.
Árstekjur félagsmanna KVH árið 2012 voru að meðaltali um kr. 7.222.000 (en kr. 6.312.000 hjá BHM almennt). Þegar litið er til skiptingar félagsmanna eftir kjarasamningum, kemur í ljós að laun eru áberandi lægst hjá sveitarfélögunum (bæði Reykjavíkurborg og Samb.ísl.sveitarfélaga), en hæst að meðaltali á almenna vinnumarkaðinum.
Þeir félagsmenn sem eru með MSc. próf eða meira hafa hærri meðallaun en þeir sem hafa BSc próf, og meðallaun hækka eftir því sem starfs- og lífaldur eykst.