Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur skrifað undir kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Atkvæðagreiðsla félagsmanna, sem starfa hjá ríkisstofnunum, um kjarasamninginn stendur yfir til kl. 11 á föstudaginn 22. nóv. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í vikunni.
Verði kjarasamningurinn samþykktur munu félagsmenn fá launahækkun (afturvirkt frá 1. apríl) við næstu útborgun launa.