Kjarasamningur KVH við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var þ. 30. mars sl., var samþykktur í atkvæðagreiðslu þeirra félagamanna sem undir hann heyra og lauk í síðustu viku.
Svarhlutfall var tæp 70%. Þeir sem sögðu já voru 83,7%, nei sögðu 14,3%, en 2% skiluðu auðu. Gildistími þessa nýja samnings er frá 1. mars 2014 til 31. ágúst 2015. Meginbreytingin felst í upptöku nýrrar launatöflu. Desemberuppbót á árinu 2014 verður kr. 87.500, orlofsuppbót árið 2014 verður kr. 41.200 og árið 2015 kr. 42.000.
Á samningstímanum verða skoðaðir möguleikar Sambandsins til þátttöku í Starfsþróunarsetri háskólamanna, auk þess sem aðilar munu vinna að endurskoðun starfaskilgreininga og launaröðun. Á niðurstaða að liggja fyrir eigi síðar en 1. mars 2015 og liggja til grundvallar næstu kjaraviðræðum. Samningurinn og ný launatafla verða birt hér á vefsíðu KVH undir „Kaup og kjör“.