Viðræður KVH um endurnýjun kjarasamnings við ríkið hafa nú staðið yfir í all langan tíma samfellt, en gildistími síðasta samnings var til 28. febrúar s.l. Ítarlega hefur verið rætt um megin atriði kröfugerðar, m.a. launaliði og gildistíma, stofnanasamninga og samkeppnishæfni ríkisstofnana um laun viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur ríkið haldið sig við tillögur um sambærilega hækkun launaliða og samið var um fyrir skömmu við stóra hópa á almennum vinnumarkaði. Þá er vert að hafa í huga að samningaviðræður ríkisins við önnur aðildarfélög BHM og ýmsa aðra hópa háskólamanna hafa enn ekki borið árangur. Talsvert ber enn á milli aðila.
Síðasti samningafundur KVH og ríkis var í gær og hefur næsti fundur verið boðaður innan fárra daga.