Trello- fyrstu skrefin, kennslumyndband hjá BHM
Í tvær vikur frá og með föstudeginum 20. nóvember verður kennslumyndband í Trello aðgengilegt hér á fræðslusíðu félagsmanna BHM. Þetta er myndband þar sem Logi Helgu, tölvunarfræðingur og ScrumMaster hjá Marel, fer yfir fyrstu skrefin.
Í myndbandinu er farið yfir hvernig á að stofna Trello reikning, setja upp verkefnaborð, búa til spjöld og lista, nýta listana, brjóta aðgerðir niður á spjöld og geyma eða eyða spjöldum og borðum.
Trello framhaldsnámskeið
Námskeiðin er fjarnámskeið, 30 manns komast á hvort námskeið, skráning hefst mánudaginn 23. nóvember kl. 12:00 á hádegi
Í byjun desember verður Logi Helgu með framhaldsnámskeið í Trello þar sem betur verður farið yfir hvernig hægt er að nota forritið. Gert er ráð fyrir að þeir sem skrá sig á framhaldsnámskeiðið séu búnir að horfa á myndbandið á fræðslusíðu BHM og koma sér af stað í Trello.
Á framhaldsnámskeiðinu verður m.a. farið yfir hvernig verkefni eru skipulögð með Trello, hvernig hópar geta unnið með Trello, farið yfir ýmsa notkunarmöguleika og viðbætur.
Framhaldsnámskeiðin verða haldin með fjarfundabúnaði á TEAMS, fyrra námskeið verður haldið 4. desember kl. 9:00-11:00 og það síðara 7. des kl. 9:00-11:00.
Skráning hefst kl. 12 á hádegi mánudaginn 23. nóvember, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér í Viðburðadagatali á heimasíðu BHM. Athugið að þetta er sama námskeiðið sem haldið er tvisvar, en ekki eitt framhaldsnámskeið í tveimur hlutum.
Félagsmenn sem skrá sig bera sjálfir ábyrgð á að vera með viðeigandi búnað á námskeiðinu, s.s. tölvu með hljóðnema og hátalara svo þeir geti átt í samskiptum við kennara á námskeiðinu.