BHM kynnir næstu þrjá viðburði á fræðsludagskrá BHM og minnum á að allir viðburðir á fræðsludagskrá eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu.
- Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum með Sóleyju Tómasdóttur, kynja- og fjölbreytileikasérfræðingi – miðvikudaginn 3. nóvember.
- Jafnrétti á vinnustað með Andra Val, lögmanni BHM, þriðjudaginn 9. nóvember.
- Framkoma og ræðumennsku með Maríu Ellingsen, leikkonu – fimmtudaginn 11. nóvember, skráning hefst föstudaginn 29. okt.
Smelltu hér til að kynna þér alla viðburði á fræðsludagskránni fram að jólum.
Smelltu hér til að taka sjálfsprófið um hlutdrægni
Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn.
Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum
Miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams
Ómeðvituð hlutdrægni og áhrif hennar á dagleg samskipti á vinnustöðum er fyrir öll sem hafa áhuga á samskiptum á vinnustöðum og bættri samskipta- og fyrirtækjamenningu.
Til að fá sem mest út úr fyrirlestrinum eru þátttakendur hvattir til að taka próf um ómeðvitaða hlutdrægni á vef Harvard háskóla. sjá slóð hér fyrir neðan. Sérstaklega er mælt með Gender-Science og Gender-Career, en önnur próf, s.s. weight, race og disability eru einnig mjög áhugaverð.
Sóley Tómasdóttir er kynja- og fjölbreytileikasérfræðingur hjá Just Consulting , en hún byggir fyrirlestra sína á langri og fjölbreyttri reynslu af jafnréttisstarfi í bland við rannsóknir á þessu sviði.
Fyrirlesturinn verður haldinn á Teams og er skráning nauðsynleg til að taka þátt.
Smelltu hér til að taka sjálfsprófið um hlutdrægni
Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn.
Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn um Jafnrétti á vinnustað.
Jafnrétti á vinnustað
- nóvember kl. 13:00-13:30 á Teams
Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir það hvað launaleynd og launajafnrétti þýðir skv. lögum.
Hann fer einnig yfir hverjar skyldur atvinnurekenda eru í þeim skilningi og lög um launaupplýsingar. Að fyrirlestri loknum verður hægt að spyrja spurninga.
Fyrirlesturinn er félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu. Smellið hér til að skrá ykkur á fyrirlesturinn.
Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á lokaðri námskeiðasíðu BHM og á Youtube rás BHM.
Smelltu hér til að skrá þig á námskeið í Framkomu og ræðumennsku
Framkoma og ræðumennska – grunnnámskeið
Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13:00 – 17:00 í Borgartúni 6
Stígðu inn í styrkinn þinn og lærðu að hafa áhrif!
Á þessu skemmtilega og praktíska námskeiði færð þú æfingu í grunnatriðum sem efla þig í ræðumennsku; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.
Þú lærir einfalda og markvissa uppbyggingu á ræðum og kynningum sem auðveldar þér að komast að kjarna málsins. Þannig verður tilgangur ræðunnar skýr og hún skilar þeim árangri sem þú vilt ná.
Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.
Takmarkað pláss er á námskeiðið og hefst skráning á það föstudaginn 29. október kl. 12:00. Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.
Athugið að þetta er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt, upptaka verður því ekki aðgengileg síðar.