Fjarvinnu fylgja áskoranir, BHM býður því upp á fyrirlestur með Ingrid Kuhlman, sálfræðingi, um hvernig á að takast á við þær.
Hér er einnig hægt að skoða næstu viðburði á fræðsludagskrá BHM
Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn
Fjarvinna og samskipti
Fyrirlestur með Ingrid Kuhlman á Teams þriðjudaginn 15. mars kl. 11:00-12:00
Það er ljóst að yfirstandandi heimsfaraldur hefur valdið straumhvörfum í því hvernig unnið er á vinnustöðum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og hafa gert samninga við starfsfólk sitt sem fela í sér að ákveðnum hlutfalli vinnutímans megi verja í fjarvinnu. Ýmis samskiptatól og tækinýjungar styðja við þessa vegferð. Fjarvinna virðist því vera komin til að vera, sem er fagnaðarefni, en auðvitað er að mörgu að hyggja með breyttu vinnufyrirkomulagi.
- Hvernig er t.d. hægt að halda góðu sambandi við yfirmann og vinnufélaga?
- Hvernig hefur fjarvinna áhrif á teymisvinnu og félagsleg tengsl?
- Hvaða vandamál koma upp í fjarvinnuumhverfi og hvernig er
hægt að ráða fram úr þeim?
Þetta og fleira verður rætt í fyrirlestrinum.
Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Fyrirlesturinn er félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.