Stjórn KVH hefur ákveðið að greiða framlag fyrir atvinnulausa félagsmenn í sameiginlega sjóði BHM. Þetta á við þá félagsmenn sem eru atvinnuleitendur en greiða sjálfir félagsgjöld til KVH, gegnum Vinnumálastofnun. Sjóðirnir sem um ræðir eru Sjúkrasjóður BHM, Styrktarsjóður BHM, Starfsmenntunarsjóður BHM og Orlofssjóður BHM. Með þessu móti viðhalda félagsmenn réttindum sínum í sjóðunum, meðan þeir eru tímabundið í atvinnuleit og greiða félagsgjöld.