Stjórnir Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM breyttu á dögunum úthlutunarreglum sjóðanna til að laga rekstur þeirra að breyttum aðstæðum.
Helstu breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM tóku gildi frá og með 29. mars 2019 og eru eftirfarandi:
- Styrkur vegna tannviðgerða er nú 20% af kostnaði umfram kr. 120.000. Hámarksstyrkur er kr. 200.000 á 12 mánaða tímabili.
- Styrkur vegna kaupa á gleraugum eða augasteinaaðgerðum er nú að hámarki kr. 20.000 á 36 mánaða tímabili.
- Fæðingarstyrkur er nú kr. 200.000.
- Sjúkradagpeningar eru nú greiddir að hámarki í 8 mánuði.
Helstu breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs tóku gildi frá og með 1. apríl 2019 og eru eftirfarandi:
- Sjúkradagpeningar eru nú 70% af grunni iðgjaldagreiðslna sjóðfélaga.
- Styrkir vegna kaupa á gleraugum og laser- eða augasteinaaðgerða falla niður.
- Styrkir vegna tannviðgerða falla niður.
Frekari upplýsingar má finna í úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM og úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM.