Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
Reikningar félagsins
Skýrslur og tillögur nefnda
Tillögur félagsstjórnar
Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalda
Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
Önnur mál
Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa tvo aðalmenn, þ.e. ritara og meðstjórnanda. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta og eru því sjálfkjörnir:
Til ritara: Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Til meðstjórnanda: Guðfinnur Þór Newman.
Til varastjórnar: Hjálmar Kjartansson, Sæmundur Árni Hermannsson og Björn Bjarnason.
Lagabreytingar: Stjórn KVH leggur fram eftirtaldar tillögur til lagabreytinga:
Að í lok annarrar málsgreinar 10.greinar laganna, um stjórn og félagsfundi, bætist við svohljóðandi setning: „Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.” Málsgreinin í heild hljóði þannig: “Kjöri aðalmanna í stjórn félagsins skal haga þannig að aldrei sé skipt um alla stjórnarmenn í einu. Þannig skal kjósa til embættis formanns, gjaldkera og eins meðstjórnanda á sama aðalfundi og svo til embættis ritara og eins meðstjórnanda á þeim næsta. Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.”
Að 16.grein laganna, um samninganefnd, verði einfölduð og færð til samræmis við núgildandi framkvæmd. Greinin hljóði því svona:
“Umboð til að gera kjarasamninga í nafni félagsins er hjá samninganefndum þess. Stjórn skipar í samninganefndir félagsins og formann hverrar nefndar fyrir sig. Samninganefnd skipar fulltrúa í samninganefndir sem eru sameiginlegar með öðrum aðilum. Verkefni samninganefndar eru:
- a) Að undirbúa kröfugerð félagsins vegna kjarasamningaviðræðna.
- b) Að sjá um framkvæmd viðræðna og annarra samskipta við viðsemjendur.
- c) Að ganga frá kjarasamningum og undirrita þá með fyrirvara um samþykki þeirra félagsmanna sem undir samninginn heyra.
- d) Að kynna félagsmönnum kjarasamning og sjá um að þeir sem samningur nær til fái kynningu á ákvæðum hans og áhrifum.
- e) Að sjá um að samningar séu bornir undir atkvæði viðkomandi félagsmanna.
- i) Framkvæmdastjóri KVH og/eða starfsmenn félagsins sitja í samstarfsnefndum með viðsemjendum til að fjalla um ágreining ef upp kemur um túlkun á kjarasamningi, réttindum eða framkvæmd aðalkjarasamnings, auk þess að fylgja eftir bókunum kjarasamninga.
Allir kjarasamningar sem gerðir eru í nafni KVH skulu undirritaðir af samninganefnd félagsins. “