Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Reikningar félagsins

Skýrslur og tillögur nefnda

Tillögur félagsstjórnar

Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalda

Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins

Önnur mál

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa tvo aðalmenn, þ.e. ritara og meðstjórnanda. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta og eru því sjálfkjörnir:

Til ritara: Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Til meðstjórnanda: Guðfinnur Þór Newman.

Til varastjórnar: Hjálmar Kjartansson, Sæmundur Árni Hermannsson og Björn Bjarnason.

Lagabreytingar: Stjórn KVH leggur fram eftirtaldar tillögur til lagabreytinga:

Að í lok annarrar málsgreinar 10.greinar laganna, um stjórn og félagsfundi, bætist við svohljóðandi setning: „Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.”   Málsgreinin í heild hljóði þannig:    “Kjöri aðalmanna í stjórn félagsins skal haga þannig að aldrei sé skipt um alla stjórnarmenn í einu. Þannig skal kjósa til embættis formanns, gjaldkera og eins meðstjórnanda á sama aðalfundi og svo til embættis ritara og eins meðstjórnanda á þeim næsta. Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.”

Að 16.grein laganna, um samninganefnd, verði einfölduð og færð til samræmis við núgildandi framkvæmd. Greinin hljóði því svona:

Umboð til að gera kjarasamninga í nafni félagsins er hjá samninganefndum þess. Stjórn skipar í samninganefndir félagsins og formann hverrar nefndar fyrir sig. Samninganefnd skipar fulltrúa í samninganefndir sem eru sameiginlegar með öðrum aðilum.   Verkefni samninganefndar eru:

  1. a) Að undirbúa kröfugerð félagsins vegna kjarasamningaviðræðna.
  2. b) Að sjá um framkvæmd viðræðna og annarra samskipta við viðsemjendur.
  3. c) Að ganga frá kjarasamningum og undirrita þá með fyrirvara um samþykki þeirra félagsmanna sem undir samninginn heyra.
  4. d) Að kynna félagsmönnum kjarasamning og sjá um að þeir sem samningur nær til fái kynningu á ákvæðum hans og áhrifum.
  5. e) Að sjá um að samningar séu bornir undir atkvæði viðkomandi félagsmanna.
  6. i) Framkvæmdastjóri KVH og/eða starfsmenn félagsins sitja í samstarfsnefndum með viðsemjendum til að fjalla um ágreining ef upp kemur um túlkun á kjarasamningi, réttindum eða framkvæmd aðalkjarasamnings, auk þess að fylgja eftir bókunum kjarasamninga.

Allir kjarasamningar sem gerðir eru í nafni KVH skulu undirritaðir af samninganefnd félagsins. “

Share This