Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“.

Fundur verður túlkaður á ensku.

Slóð á viðburðinn: https://us02web.zoom.us/j/85277321283

Dagskrá

  • „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra“ 
    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við HA, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ.
  • „Framlínukonur á tímum Covid“
    Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
  • „Spritta, tengjast, vinna“
    Donata Honkowicz-Bukowska, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál.
  • Umræður

Fundarstjóri er Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fljótlega eftir fundinn.

Share This