Nú eru alls átján námskeið frá Tækninám komin inn á vefinn Fræðsla fyrir félagsmenn, hér að neðan er listi yfir öll námskeiðin sem nú eru aðgengileg. Væntanleg á vefinn á næstunni eru tólf námskeið til viðbótar.
Vinsamlegast athugið að innskráningin á Fræðsla fyrir félagsmenn er ekki tengd Mínum síðum, því þurfa félagsmenn að nýskrá sig hér, hafi þeir ekki stofnað aðgang áður.
- Delve í hnotskurn
Delve er hluti af Office 365 pakkanum og getur hjálpað okkur að halda utan um og finna auðveldlega skjölin okkar í skýinu. - Excel í hnotskurn
Grunnnámskeið í Excel þar sem farið er yfir fjölbreytta notkunarmöguleika forritsins. - Excel Online
Excel Online er ekki eins og Excel forritið sem þú notar í tölvunni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig Excel Online virkar og hver munurinn er. - Excel Pivot töflur
Framhaldsnámskeið í Excel þar sem gert ráð fyrir að fólk hafi ágætis þekkingu á forritinu. - Fjarvinna í Microsoft Office 365
Hvernig á að nota Teams, búa til teymi, nota spjallrás, funda, deila skjölum, nýta OneDrive og vinna með skjöl í skýinu. - Flow kynning
Sýnt er hvernig hægt er að búa til einföld flæði (flow) sem geta nýst í vinnunni. - Jira Administration
Í Jira þjónustukerfinu er hægt að halda utan um beiðnir um þjónustu, tilkynningar og verkefni, samninga, reikninga, tengiliði, búnað í rekstri o.fl. - Jira Service Management – Project settings
Á þessu námskeiði er farið yfir allar Project stillingar fyrir Jira Service Management Projects (JSM). Til að komast í allar þessar stillingar þarf Jira administrator réttindi. - Microsoft Sharepoint í hnotskurn
Hér er farið í helstu atriðin sem notendur Sharepoint þurfa að kunna. - Microsoft Teams í hnotskurn
Grunnnámskeið í notkun Teams forritsins, á því er m.a. farið yfir hvernig á að búa til teymi, halda fundi, deila skjölum, spjalla og margt fleira. - Microsoft To Do
Hér fræðumst við um Microsoft To Do og hvernig það talar við forrit eins og Outlook og Planner. Við lærum að gera lista, verk og undirverk og ýmsar gagnlegar stillingar. - Microsoft Whiteboard í hnotskurn
Whiteboard er vanmetið en afar sniðugt tól til samvinnu, sérstaklega þegar kemur að hugmyndavinnu og þegar þarf að setja verkefni upp á sjónrænan hátt. Á þessu stutta námskeiði eru möguleikar forritsins skoðaðir. - Office 365 grunnámskeið
Grunnkennsla á helstu forrit Office 365 pakkans og hvernig hægt er að nýta þau. - Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook
Ekki láta Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Á þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki. - One Drive for Business
Hver er tilgangur og grunnvirkni OneDrive? Hver er munurinn á OneDrive Personal og OneDrive for Business? Á námskeiðinu er m.a. farið yfir þessi atriði. - Power Point í hnotskurn
Farið er yfir helstu eiginleika PowerPoint og hvernig er hægt að setja upp áhrifaríka kynningu. - Stream
Stream er myndbanda lausn Office 365. Á námskeiðinu eru helstu eiginleikar Stream skoðaðir. Við lærum að búa til hópa og rásir og um leið að aðgangsstýra myndböndunum. - Öryggisvitund
Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar.