Fréttir frá BHM

  • Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga

    18.11.2024

    Um áherslumál sem snerta félagsfólk aðildarfélaga bandalagsins, sem eru kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra, launamunur kynjanna, skortstaða í ákveðnum stéttum og endurgreiðslufyrirkomulag námslána.
  • Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum

    12.11.2024

    BHM lýsir yfir stuðningi við kennara í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Áherslumál kennarasambandsins snúa að virðismati starfsins, að kennarar fái sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir á vinnumarkaði.
  • Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga

    08.11.2024

    Reglubreytingarnar taka til úthlutunar styrkja til einstaklinga og gilda frá og með 8. nóvember 2024. Allar umsóknir sem berast Starfsþróunarsetri frá þeim tíma munu taka mið af nýjum úthlutunarreglum.
  • Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna

    04.11.2024

    Reglubreytingarnar taka til úthlutunar styrkja til stofnana, sveitarfélaga, sjálfseignastofnana og aðildarfélaga og gilda frá hádegi 4. nóvember 2024. Allar umsóknir sem berast Starfsþróunarseti frá þeim tíma munu taka mið af nýjum úthlutunarreglum.
  • Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði

    04.11.2024

    Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. 
  • Viska semur við Félag atvinnurekenda

    01.11.2024

    Viska og Félag atvinnurekenda (FA) undirrituðu nýverið nýjan kjarasamning. Með samningnum verður til fyrsti kjarasamningur fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA.
  • Ákall um kjark

    29.10.2024

    Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins.
  • Í tilefni dagsins - 24.10.2024

    24.10.2024

    Þó margt hafi áunnist frá því konur lögðu niður störf á kvennafrídaginn árið 1975 og sýndu í verki hversu mikilvæg störf þeirra, launuð sem ólaunuð, voru fyrir samfélagið, búa konur enn við misrétti. Enn eru konur og kvár í meirihluta þolenda ofbeldis, enn hefur ekki náðst að jafna laun kynjanna þrátt fyrir lagaskyldu og enn hvílir ábyrgð heimilis og umönnunar frekar á herðum kvenna en karla með tilheyrandi skerðingu á ævitekjum, lífeyrisréttindum og tækifærum. Með markvissri baráttu hefur þó orðið breyting til batnaðar hvað alla þessa þætti varðar, en betur má ef duga skal.
  • Björg Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri BHM

    21.10.2024

    Björg Kjartansdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra BHM. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, reksturs og upplýsingamála.
  • Kvennaverkfall - hvað svo? / Women's Strike - then what?

    18.10.2024

    Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. BHM er eitt aðstandenda.
  • Guide to Europe er nýr samstarfsaðili OBHM

    17.10.2024

    Nú geta sjóðfélagar Orlofssjóðs BHM nýtt ferðaávísanir, sem fást keyptar á orlofsvef, upp í greiðslu ferða hjá ferðaskrifstofunni Guide to Europe. Þá býður ferðaskrifstofan félagsfólki BHM sérstök vildarkjör í formi inneignar og afsláttar af ferðum.
  • Stéttarfélagið Viska skrifar undir samning við sveitarfélög

    15.10.2024

    Nýverið skrifaði Viska undir kjarasamning við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til fjögurra ára. Samningurinn er nú í kynningu meðal félagsfólks og fer svo í atkvæðagreiðslu.
  • Opnað fyrir bókanir í orlofskosti eftir áramót kl. 12:00 þann 15. október

    11.10.2024

    Opnað verður fyrir bókanir orlofskosta tímabilið 2. janúar til 4. júní, að páskum undanskildum, kl. 12:00 þriðjudaginn 15. október.
  • Mikilvægt að framlengja heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á húsnæðislán

    09.10.2024

    BHM telur mikilvægt að gripið verði strax til aðgerða svo draga megi úr vaxandi útgjöldum heimilanna sem leitt hafa til þess að lífskjör landsmanna fara versnandi. Bandalagið leggur til að heimild almennings til ráðstöfunar séreignar inn á höfuðstól íbúðalána verði framlengd. Þetta er meðal áhersluþátta BHM í umsögn um frumvarp til fjárlaga 2025.
  • Kaupmáttarstöðnun í meira en áratug

    07.10.2024

    Kjaradeila Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) er komin á borð Ríkissáttasemjara. Samningaviðræður hefjast í næstu viku.
Share This