Fréttir frá BHM
-
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
21.02.2025
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er faraldur í íslensku vinnuumhverfinu og alvarlegt samfélagslegt vandamál. Þrátt fyrir aukna vitund og þekkingu á síðustu árum er vandamálið enn stórt. Öryggi á vinnustað er á ábyrgð atvinnurekenda og á þeim hvíla ríkar skyldur þegar kemur að forvörnum gegn áreitni og að bregðast við þegar tilvik koma upp. Of algengt er að vinnustaðir taki ekki þá ábyrgð sem þeim ber. Kynferðisleg áreitni á vinnustað er skilgreind sem kynferðisleg áreitni sem starfsmenn verða fyrir í tengslum við starf sitt, þar með talið á starfsmannaskemmtunum.
-
Skrifstofa lokuð eftir hádegi 20. febrúar
20.02.2025
Skrifstofa og þjónustuver BHM loka klukkan 12:00 í dag, 20. febrúar, vegna stefnumótunardags BHM. Við opnum aftur klukkan 9:00 í fyrramálið, föstudag 21. febrúar.
-
Skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera
18.02.2025
Ný ríkisstjórn hefur kynnt áform um einföldun stjórnsýslu og hagræðingu hjá hinu opinbera. Með þessu vill ríkisstjórnin bæta þjónustu og auka skilvirkni með aukinni notkun stafrænnar tækni. BHM styður framfarir í opinberri stjórnsýslu, en telur brýnt að breytingar séu unnar af fagmennsku, með vönduðum undirbúningi og í nánu samráði við starfsfólk.
-
Átta staðreyndir um opinbert starfsfólk
07.02.2025
Störf og kjör opinbers starfsfólks eru gjarnan til umræðu í samfélaginu og er það eðlilegt, enda starfa opinberir starfsmenn í þágu almennings og samfélagsins. Í opinberri umræðu ber stundum á rangfærslum og skökkum samanburði. BHM hefur tekið saman átta staðreyndir um málið.
-
Þjónustuver BHM lokað 6. febrúar vegna veðurs
06.02.2025
Þjónustuver BHM verður lokað í dag, 6. febrúar, vegna veðurs. Þjónustuver svarar eingöngu fyrirspurnum sem berast í gegnum netspjall, tölvupósta og síma en ekki verður hægt að fá afgreiðslu á skrifstofu BHM í dag.
-
Áhrif stórfyrirtækja á stefnumótun ESB – Vernd launafólks í hættu?
06.02.2025
-
Skrifstofa BHM lokuð eftir hádegi 5. febrúar
05.02.2025
Skrifstofa og þjónustuver BHM verða lokuð í dag 5. febrúar vegna slæmrar veðurspár á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustuver BHM svarar eingöngu fyrirspurnum sem berast í gegnum netspjall, tölvupósta og síma en ekki verður hægt að fá afgreiðslu á skrifstofu BHM í dag.
-
Ný námskeið fyrir félagsfólk aðildarfélaga BHM
31.01.2025
Starfsþróunarsetur háskólamanna, f.h. BHM, og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem fólki í aðildarfélögum BHM býðst að sækja tíu námskeið hjá Endurmenntun HÍ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.
-
BHM auglýsir eftir kynningarstjóra
29.01.2025
BHM óskar eftir að ráða kynningarstjóra í fjölbreytt og líflegt starf. Kynningarstjóri gegnir lykilhlutverki innan BHM og ber ábyrgð á sýnileika bandalagsins í opinberri umræðu. Hann stýrir almannatengslum BHM og upplýsingamiðlun á vef- og samfélagsmiðlum. Auk þess annast kynningarstjóri viðburðastjórnun bandalagsins. Leitað er að aðila sem hefur ástríðu fyrir almannatengslum og reynslu af fjölbreyttri upplýsingamiðlun.
-
Félagsfólk fimm aðildarfélaga samþykkja samninga
20.01.2025
Fimm aðildarfélög BHM gengu í liðinni viku til atkvæðagreiðslu um kjarasamninga sem gerðir höfðu verið við Reykjavíkurborg. Félagsfólk allra aðildarfélaganna fimm samþykkti samningana, sem gilda frá 1. apríl 2024 og til og með 31. mars 2028.
-
Fimm aðildarfélög semja við Reykjavíkurborg
15.01.2025
-
Munu næstu fjögur ár nægja?
03.01.2025
Þegar horft er yfir árið 2024 af sjónarhóli launafólks staldra mörg okkar að líkindum við langvinnar kjaraviðræður og þá staðreynd að enn skuli ekki hafa tekist að ljúka öllum samningum. Það þýðir að fjölmargt launafólk hefur þurft að bíða í allt að ár eftir kjarasamningsbundnum launahækkunum.
-
Félagsfólk samþykkir kjarasamninga við ríkið og sveitarfélög
02.01.2025
Félagsfólk í nokkrum aðildarfélögum BHM hefur að undanförnu gengið til kosninga um nýgerða kjarasamninga.
-
Fleiri kjarasamningar undirritaðir
20.12.2024
Nokkur félög hafa undanfarna daga undirritað samkomulag um nýja kjarasamninga við ríkið og sveitarfélög.
-
Bergið Headspace hlýtur jólastyrk BHM
20.12.2024
Bergið Headspace hlýtur jólastyrk BHM árið 2024, að fjárhæð 500.000 kr.