Hagstofan hefur birt nýjar tölur um launaþróun eftir launþegahópum. Þar kemur m.a. fram að frá fyrsta ársfjórðungi 2005 til fyrsta ársfjórðungs 2013 hafa regluleg laun á íslenskum vinnumarkaði hækkað um 74,6%, þar af 76,8% á almennum vinnumarkaði, 69,4% hjá ríkisstarfsmönnum og 68,3% hjá starfsmönnum sveitarfélaga.
Kaupmáttur reglulegra launa yfir sama tímabil hefur aukist um 2,8%, en misjafnlega þó. Á almennum vinnumarkaði jókst kaupmáttur um 4,1%, hjá ríkisstarfsmönnum um 0,3% og hjá starfsmönnum sveitarfélaga um 0,9%.
Það einkennir kjarasamninga undanfarinna ára að meiri almennar hækkanir hafa orðið á lægstu launatöxtum. Þetta má skoða nánar á vef Hagstofu Íslands.