Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar úr launarannsókn sinni um laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði fyrir árið 2012. Þar kemur m.a. fram að regluleg laun voru 402 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári. Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, en kvenna 367 þúsund krónur. Þá voru regluleg laun á almennum vinnumarkaði 423 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, en 378 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum.
Heildarlaun fullvinnandi voru að meðaltali 488 þúsund á mánuði, og voru karlar með 548 þúsund að meðaltali í heildarlaun, en konur með 425 þúsund krónur. Hæstu reglulegu launin voru greidd í fjármála- og vátryggingastarfsemi, og hjá veitum. Nánari upplýsingar má sjá á vef Hagstofunnar.