Okkur langar að minna á rafrænu fræðsluna á vef BHM sem sett var á laggirnar í vor vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Tilefnið var að margir félagsmanna aðildarfélaga BHM hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleið. Aðrir eru í störfum þar sem álag er mikið og langvarandi vegna ástandsins, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir.
BHM vill leggja sitt af mörkum til þess að létta sínum félagsmönnum róðurinn og býður því upp á rafræna fræðslu sem er í senn praktísk og hvetjandi.
Rafræna fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu og opin öllum, aðeins þarf að skrá sig til að fá aðgang að öllu efninu. Því er skipt í tvennt til að koma sérstaklega til móts við hvorn hópinn fyrir sig, en þeir sem skrá sig hafa samt sem áður aðgang að öllu.
Meðal fyrirlestra eru:
- Streita í skugga faraldurs – Þóra Sigfríður Einarsdóttir
- Réttindi starfsmanns við uppsögn – Andri Valur Ívarsson
- Betri svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu – Erla Björnsdóttir
- Í leit að starfi – Geirlaug Jóhannsdóttir
- Fjármál við atvinnumissi – Sara Jasonardóttir
- Listin að breyta hverju sem er – Ingrid Kuhlman
- Atvinnuleysistryggingar – Gísli Davíð Karlsson