Vegna Covid-19 faraldursins hefur KVH gripið til ráðstafana til að tryggja órofinn rekstur félagsins og stuðla að öryggi starfsmanna. Þær byggja á viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið fyrir vinnustaðinn.
Þessar ráðstafanir felast einkum í því að takmarka bein samskipti annars vegar milli starfsmanna og hins vegar milli þeirra og utanaðkomandi aðila. Sem dæmi má nefna að frá og með mánudeginum 16. mars munu starfsmenn KVH ekki funda með utanaðkomandi aðilum í starfsstöðvum félagsins að Borgartúni 6. Þá munu starfsmenn ekki sækja fundi utanhúss nema í algjörum undantekningartilvikum. Leitast verður við að nota fjarfundabúnað til samskipta við utanaðkomandi aðila eftir því sem kostur er. Enn fremur verður dregið úr viðveru starfsmanna á vinnustað til að lágmarka hættu á að mögulegt smit berist milli þeirra.
Þessar ráðstafanir verða endurskoðaðar eftir þörfum og aðstæðum.